Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Umhverfismál á vettvangi þjóðkirkjunnar

Lífið og tilveran öll er sköpunarverk Guðs. Allt sem Guð skapar er gott og viðheldur lífinu, elur og nærir. Lífið er heilagt og hefur eigið gildi. Guð felur manninum að vera ráðsmaður sköpunarverksins og um leið er hann hluti þess. Þeirri köllun er honum ætlað að sinna af umhyggju og virðingu fyrir því sem lifir og grær. Lotning fyrir höfundi sköpunarverksins leiðir til ábyrgðar gagnvart því lífi og náttúru sem hann skapar. Frammi fyrir hinu sístæða sköpunarverki erum við hvött til að vera samverkamenn Guðs í að skapa betra líf og réttlátari heim.

Lifnaðarhættir mannkyns á síðustu öldum hafa valdið röskun á náttúru jarðar. Þessar breytingar kalla á, að við endurskoðum þá lifnaðarhætti og gildismat, vinnum gegn ofneyslu og sóun og greiðum veg ráðdeildar og virðingar.

Íslenska þjóðkirkjan er aðili að stefnumótun Alkirkjuráðsins og Lútherska heimssambandsins er lýtur að umhyggju fyrir náttúrunni. Í því felst hvatning til þess að söfnuðir og stofnanir kirkjunnar leggi sitt að mörkun í mótun samfélags og lífshátta sem stuðla að hófsamari og að réttlátari skiptingu jarðargæða, að vinna gegn fátækt og neyð.

Í samræmi við það vill þjóðkirkjan leggja sitt af mörkum með því að:

  • boða hógværð og látleysi í lífsstíl og neyslu
  • uppörva einstaklinga og samfélag í því að auðsýna ábyrgð í umgengni sinni um jarðargæði
  • vinna gegn sóun og ofneyslu
  • leggja sig fram um að hlynna að lífi og náttúru
  • stuðla að sjálfbærri nýtingu jarðargæða, nýtni, orkusparnaði og endurvinnslu.

Til að framfylgja þessari stefnu mun Biskupsstofa leita samstarfs við presta og söfnuði, stofnanir og félagasamtök um eftirfarandi verkefni:

Nánar

Fylgiskjöl