Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Geirangurs ályktunin

„Hans er hafið, hann hefir skapað það, og hendur hans mynduðu þurrlendið.“ (Sl 95.5)

Senn líður að því að 12. alþjóðlega ráðstefna evrópskra kirkna verði sett. Á alþjóðlegu ári hafsins höfum við, sem erum fulltrúar kirknanna í kringum Norðursjó, á Norðurlöndunum og Bretlandseyjum, ásamt hans heilagleika, samkirkjulega patríarknum Bartólómeusi, siglt alla leið frá Egersundi til Þrándheims á Siglingamálþing Norðursjávar, sem nefnist: „Til verndar auðlindum sjávarins“.

Með þátttöku í samræðum við vísindamenn, umhverfissinna, fulltrúa fiskveiða, fiskræktendur og strandyfirvöld, stjórnmálamenn og fulltrúa stjórnvalda höfum við fengið að kynnast stórkostlegri fegurð Norðursjávar. Á hinn bóginn höfum við einnig heyrt um skelfilega ógn við fiskistofna og vandamál henni tengd, mengun af völdum starfsemi í landi, útfellingar á bensíni, olíuflutninga og þeirrar ógnar sem af þeim hlýst á samfélög viðkomandi strandlengja. Af þeim sökum játum við þörf okkar á því að iðrast þess hvernig við höfum misnotað Norðursjó og skuldbindum okkur til þess að ráða bót á sambandi okkar við hann.

Í sögulegu samhengi hefur Norðursjór orðið vagga fólksflutninga. samskipta og pílagrímsferða sem leiddu þjóðir okkar saman. Á tímabili var hann miðstöð hernaðar og árása, en hann auðveldaði einnig útbreiðslu andlegrar trúariðkunar Kelta. Þar var náttúran, þar með talinn sjórinn, í afar miðlægu hlutverki við að skilja leyndardóm Guðs, hjálpræðisleiðina og mótun gjörvallrar sköpunarinnar. Vistfræðilega vandamálið er ekki aðeins hagfræðilegs og tæknilegs eðlis, heldur á það einnig djúpar rætur í andlegum og siðferðilegum skilningi. Er við komum saman, viðurkennum við hina brýnu þörf á því að sameinast í ábyrgri ráðsmennsku til verndar hinu flókna vistkerfi Norðursjávar, og þar með að viðhalda þróun lífs og menningar meðfram ströndum hans.

Í heimi, þar sem takmarkaðar auðlindir eru viðfangsefni sívaxandi krafna, erum við minnt á gildi sjálfsstjórnar, sem er eðlislægur eiginleiki mannlegrar uppfyllingar. Sú mannlega ábyrgð sem Guð hefur gefið okkur felst í því að bera umhyggju fyrir sköpuninni, deila henni og ekki hagnýta auðlindir hennar eingöngu (1M 2.15). Við erum ráðsmenn en ekki eigendur sköpunargjafa Guðs (Rm 8.19—20).

Hluti þessarar ábyrgðar felst í því að sinna ber þörfum komandi kynslóða. Þeim má ekki hafna eða fórna á kostnað viðskiptakrafna og skammtímahagsmuna neytenda. Á sama hátt skipa hagsmunir vistkerfis vatnasvæða í Norðursjó og fjölbreytt samfélag ólíkra tegunda eðlilegan sess í ábyrgri ráðsmennsku. Loks ætti að líta á hagsmuni Norðursjávar út frá hnattrænum sjónarhóli og viðurkenna að hagfræðilegt réttlæti hvílir á sjálfbærri stjórnun umhverfisins.

Er við því minnumst áskorunar fundarins í Jóhannesarborg og skuldbindingar okkar við Charta Oecunomica, föllumst við á að eftirfarandi markmið verði höfð að leiðarljósi um þróun sjálfbærs lífríkis í Norðursjó:

Líffræðilegum fjölbreytileika og framleiðni vistkerfanna verði haldið við;
Útrennsli og losun mengandi efna út í loft, jarðveg og vatn mega ekki fara fram yfir það magn sem náttúran nær að halda í skefjum;
Endurnýtanlegar náttúruauðlindir ber að vernda og nota skynsamlega með tilliti til getu þeirra til endurnýjunar;
Gæta ber ýtrustu varúðar þegar taka skal ákvarðanir um hagnýtingu auðlinda í Norðursjó.
Þar sem byggt er á þessum grundvallaratriðum og gildum, og látið er reyna á þekkingu okkar á hinum mörgu hitamálum, eins og eyðingu fiskistofna, ósjálfbærum og mengandi sjávarútvegi, hagnýtingu og notkun á bensín- og olíuauðlindum, öruggum fólks- og skipaflutningum, og spillingu geislavirkra efna af mannavöldum, skorum við á:

Ráðstefnu evrópskra kirkna:

að auðvelda frekari samræður á milli kirkna um ráðsmennsku yfir sköpuninni, og þá sérstaklega í Norðursjó;
að halda áfram að efla guðfræði sjálfbærrar þróunar, sem rótfest er í sameiginlegum, andlegum arfi Norðursjávar, sem felur í sér nærgætni við náttúruauðlindir án þess að það komi niður á öðrum þjóðum, öðrum tegundum eða getu komandi kynslóða til þess að lifa mannsæmandi lífi;
að styrkja Evrópsku, kristnu umhverfisstöðina ? (European Christian Environmental Network (ECEN)), en í því felst að tryggja nægilegt fjármagn og vinnu til þess að vekja fólk til vitundar innan kirknanna og hvetja til róttækra breytinga til verndar lífríki sjávarins.
Kirkjur okkar og söfnuði:

að taka frá tímabil eða dag í kirkjuárinu til þess að gleðjast yfir sköpun Guðs og til bænar fyrir umhverfisvernd, þarsem glaðst er yfir hinum ríku, ólíku, guðfræðilegu og litúrgísku hefðum. Við stingum upp á 1. september, sem samkirkjulega patríarkaráðið hefur nú þegar tekið upp og er viðurkenndur af Heimsráði kirkna;
að taka að sér að endurskoða umhverfið reglulega innan kirknanna og gera breytingar í samræmi við það;
að hvetja og uppörva hvert annað sem meðlimi kirkjunnar til þess að hafa taumhald á lífi okkar og ástunda ábyrga ráðsmennsku;
að starfa með samtökum í víðari umhverfishreyfingu, og stuðla að því að Local Agenda 21 verði sett á laggirnar;
að styðja og styrkja þau sem þola harðræði í veiðisamfélögum okkar af völdum minnkandi veiða og löggjöf sem hamlar starfsemi þeirra.
Hæstvirtar ríkisstjórnir okkar og Evrópusambandið:

að bæta hina almennu fiskveiðistefnu með því að nálgast vistkerfið með þeim hætti að tryggt sé að tæmdir stofnar og vistkerfi sjávar nái sér aftur á strik, að sjávaraflinn haldist í jafnvægi og veittur verði sanngjarn aðgangur að fiskistofnum samkvæmt meðmælum Alþjóðahafrannsóknasambandsins. Það hefur úrslitaþýðingu að þessu verði fylgt eftir á virkan og sanngjarnan hátt. Fiskiðnaðinn ber að taka með í reikninginn í þessu ferli. Stjórnvöld ættu sérstaklega að íhuga myndun verndaðra sjávarsvæða;
að tryggja stöðugar strandfiskveiðar í smáum stíl í samræmi við efnahag og menningu viðkomandi svæðis; við mælum með samdrætti í hvers kyns fiskveiðum innan hvers svæðis og umdæmis;
að koma reglu á sjávarútveginn svo að tryggt verði að enginn hluti framleiðslulínunnar ógni staðbundnum eða hnattrænum fjölbreytileika lífs.
að setja þróunarvinnu endurnýtanlegra orkugjafa í forgang, rétt eins og orkusparnað og tækni sem miðar að orkunýtingu, með því að ræða á gagnrýninn hátt við fólk í olíuiðnaði;
að draga úr áhættu samfara flutningi hættulegra efna yfir Norðursjó. Tvöfaldir skrokkar og hreinsitækni skipa eru bráðnauðsynleg til þess að koma í veg fyrir olíuleka. Aðgerða er þörf til þess að stöðva útbreiðslu vágesta vegna malarburðar í vatnið og mynda sjávarlandræmu alls staðar við Norðursjóinn;
að hafa meginvarúðarráðstafanir í heiðri og hætta losun geislavirkra efna í sjóinn. Það er jákvæð þróun að breska ríkisstjórnin skuli hafa stöðvað losun frá kjarnorkuverinu í Sellafield, og við förum fram á það að svo verði til frambúðar.
Til þess að auðvelda fullnægjandi greiningu á umhverfiskreppunni og baráttuna um auðlindir, svo að finna megi varanlega lausn fyrir framtíðina, er brýn þörf á opnum, málefnalegum umræðum og samstarfi, eins og við höfum upplifað á Siglingamálþingi Norðursjávar. Við bjóðum og hvetjum til aðferðar samræðunnar, sem nokkrar af kirkjunum okkar í Evrópu hafa þegar beitt. Lögð hefur verið sérstök áhersla á hana þegar trúarleiðtogar, vísindamenn og umhverfissinnar hafa komið saman til funda undir vernd hans heilagleika, samkirkjulega patríarkans. Henni hefur áfram verið beitt á Siglingamálþingi Norðursjávar. Samfélög vísindamanna, viðskiptajöfra, trúarleiðtoga og umhverfissinna ættu að vinna saman að því að greina og skilja og koma með tillögur að lausnum á vandamálum af völdum sjávarmengunar, umhverfisspillingar og koma á sjálfbærum afrakstri sjávarauðlinda. Saman getum við, fyrir náð Guðs, unnið að því að græða brostinn heim.

Drottinn, hjálpa þú oss, hafinu að bjarga.
Hversu fagurt er ljósið yfir vatninu, Guð,
Strandlengjan ljúf upp lítur
mót háum, skærum himni.
Hjarta vort gleðst !
En samt, yfirborði undir,
engist lífið af kvöl af mannanna völdum.
Hjarta vort grætur; hjálpa þú oss Drottinn,
hafinu að bjarga, þeim volduga legi jarðar.
Amen.

Undirritað, Geirangri 25. júní 2003:

Sr. Karl Matthíasson, Evangelical Lutheran Church in Iceland
Ms. Morag Mylne, Church of Scotland
Revd. Canon Dr. Emsley Nimmo, Scottish Episcopal Church
Revd. Canon Walter Lewis, Church of Ireland
Rt. Revd. Richard Chartres, the Lord Bishop of London, Church of England
Revd. Dave Tomlinson, Church of England
Ms. Jenny Carpenter, Methodist Church in Britain
Revd. Ruth H. van Gilse, Church of Denmark
Rt. Revd. Ilkka Kantola, Bishop of Åbo/Turku, Evangelical Lutheran Church in Finland
Mr. Dan Melander, representing the Archbishop of Sweden/Ecological Committee of the Church of Sweden
Mr. Magnus Andersson, Christian Council of Sweden
Mr. Thor Bjarne Bore, moderator of the Church of Norway National Church Council
Ms. Tina Strømdahl Wik, vice moderator of the Church of Norway National Church Council
Revd. Gen. Secr. Dr. Olav Fykse Tveit, Council of Ecumenical and International Relations of the Church of Norway
Erlend Rogne, Council of Ecumenical and International Relations of the Church of Norway
Rt. Revd. Dr. Ernst O. Baasland, Bishop of Stavanger, Church of Norway
Mr. Preben H. Lindøe, Diocesan Council of Stavanger, Church of Norway
Rt. Revd. Ole D. Hagesæther, Bishop of Bjørgvin, Church of Norway
Very Revd. Øystein Bjørdal, Dean of Molde, Church of Norway
Ms. Ann-Mari Aas, Moderator, Diocesan Council of Nidaros, Church of Norway
Very Revd. Tor B. Jørgensen, Dean of Bodø, Church of Norway
Revd. Gen. Secr. Ørnulf Steen, Christian Council of Norway
Revd. Father Johannes Johansen, Hl. Nikolay Orthodox Church in Norway
Revd. Olav Westad, United Methodist Church, Nordic and Baltic Episcopal Area
Revd. Dr. John Chryssavgis, Ecumenical Patriarchate
Dr. Hans Herman Böhm, European Christian Environmental Network

Supporters, who also participated in the North Sea Sailing Seminar:Randi Alsos, Nature and Youth, Norway

Victoria Beale, Society, Religion, and Technology Project, Church of Scotland
Øystein Dahle, Wordwatch Institute
Astrid Fylling, Diocese of Bjørgvin, Church of Norway
Gary Gardner, Worldwatch Institute
Inger Lise Gjørv, County Governor, Nord-Trøndelag, Norway
Britt Arnhild Lindland, Diocese of Nidaros, Church of Norway
Odd Halvor Moen, Church of Norway
Bjørg Sandkjær, Church of Norway
Hans-Jürgen Schorre, Church of Norway
Jan Thulin, International Council for Exploration of the Sea
Kristen Ulstein, Green Living, Norway
Stig Utnem, Church of Norway
Michael Wohlenberg, Church of Norway