Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Vísur um vatnið

Íslenska vatnið frá öræfum streymir,
íslenska vatnið í jöklunum býr.
Íslenska vatnið í æðum þú geymir,
íslenska vatnið sem hverflunum snýr.
Íslenska vatnið það orkuna gefur,
íslenska vatnið er þjóðinni hnoss.
Íslenska vatnið, já aldrei það sefur,
íslenska vatnið sér breytir í foss.

Íslenska vatnið í úthafið rennur,
íslenska vatnið er svalandi lind.
Íslenska vatnið er afl þegar brennur,
íslenska vatnið er spegill, þín mynd.
Íslenska vatnið er örlátt við gróður,
íslenska vatnið er laxinum slóð.
Íslenska vatnið er ótæmdur sjóður,
íslenska vatnið er kært vorri þjóð.

Lag: Ísland er land þitt / Ljóð: Einar Steinþórsson