Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Skipan

Forseti kirkjuráðs er biskup Íslands. Kirkjuráð er auk þess skipað fjórum mönnum kjörnum af kirkjuþingi til fjögurra ára í senn, tveimur leikmönnum og tveimur prestum auk varamanna. Kirkjuþing 2014 kaus kirkjuráð. Næst verður kosið á kirkjuþingi 2018.

 • Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, forseti
 • Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna
 • Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna
 • sr. Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra
 • sr. Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra

Varamenn:

 • Einar Karl Haraldsson, fulltrúi leikmanna
 • Drífa Hjartardóttir, fulltrúi leikmanna
 • Gísli Jónasson, fulltrúi vígðra
 • Geir Waage, fulltrúi vígðra

Framkvæmdastjóri kirkjuráðs

Framkvæmdastjóri kirkjuráðs hefur það hlutverk með höndum að undirbúa fundi kirkjuráðs, fylgja eftir samþykktum ráðsins, annast samskipti við stofnanir og önnur kirkjuleg stjórnvöld, sinna stjórnsýslu ráðsins og öðrum verkefnum sem honum eru falin af ráðinu hverju sinni. Framkvæmdastjóri starfar á grundvelli sérstaks erindisbréfs sem ráðið hefur gefið út. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er Oddur Einarsson.

Starfshópar kirkjuráðs

Kirkjuráð hefur þrjá starfshópa sér til ráðgjafar og leiðbeiningar við úrlausnir mála. Í hverjum hópi er einn eða tveir kirkjuráðsmenn, formaður samsvarandi þingnefndar kirkjuþings og einn tilnefndur af biskupi Íslands. Hóparnir eru:

 • Fjármálahópur
 • Kirkjustarfshópur
 • Lagahópur