Þú finnur kirkjuna einnig á   fr yt Tw fb

Þjóðkirkjan

biðjandi boðandi þjónandi

Samskiptastefna

Trú.is á iPod Touch

Samskiptastefna þjóðkirkjunnar 2011-2014 hefur yfirskriftina Samtal, tengsl, trúnaður

1. Sýn

Þjóðkirkjan er lifandi hreyfing fólks sem á samleið í trúnni á Jesú Krist.
Þjóðkirkjan er vettvangur samtals um trú og lífsgildi.
Þjóðkirkjan gefur fólki færi á að íhuga og iðka trú.
Þjóðkirkjan er nærverandi og opin kirkja sem hvílir á stoðum trúar, hugrekkis og vonar.

2. Grunngildi

Samskipti kirkjunnar, í sóknum, prófastsdæmum og um land allt, miðla sýn á trú, samfélag og manneskju. Þau felast í samtali sem leiðir til tengsla og trúnaðar milli kirkju og þjóðar.

2.1 Þjóðkirkjan miðlar trú:

Grundvöllur kirkjunnar er trúin á Guð sem elskar, Krist sem er lifandi og nálægur og á heilagan, lífgefandi anda. Trúin er gjöf sem verður til þegar manneskjan mætir Guði sem frelsar, umbreytir og skapar á hverjum tíma.

Kirkjan miðlar trú sem vekur von gagnvart framtíðinni, á tímum gleði og sorgar. Kirkjan miðlar trú á að sérhver manneskja er sköpuð í mynd Guðs, á rétt á lífi í fullri reisn og að njóta kærleika.

Kirkjan leggur sitt af mörkum til að gefa öllum tækifæri á að lifa merkingarbæru lífi. Kirkjan skapar rými fyrir traust og öryggi, sem er hverjum einstaklingi nauðsyn til að geta lifað í fullri gnægð og fundið vonina andspænis vandamálum, sorg og dauða.

2.2 Þjóðkirkjan er opin:

Kirkjan er opin þjóðkirkja sem tekur á móti öllum sem nálgast hana: Trúuðum, þeim sem eru leitandi, þeim sem efast, meðlimum kirkjunnar og þeim sem ekki eru meðlimir hennar.

Kirkjan er opinn og nærandi vettvangur fyrir íhugun, kyrrð, samtal um lífið, trúna og efann.

Kirkjan hlustar og hefur hugrekki til að iðka heiðarlegt og gagnsætt samtal um hlutverk og stöðu trúarinnar í samtímanum.

Kirkjan er lýðræðisleg og hvílir á því að fólk er tilbúið að skuldbinda sig í þágu hennar. Öllum er boðin þátttaka og allir geta haft áhrif innan hennar.

2.3 Þjóðkirkjan þjónar náunganum:

Hlutverk kirkjunnar er að skapa rými fyrir nærveru Guðs á öllum sviðum lífsins. Kirkjan á samfylgd með manneskjunni í daglegu lífi og á helgum og hátíðum, s.s. við skírn, fermingu, hjónavígslu og útför.

Kirkjan er virkur málsvari í samfélaginu. Hún talar máli þeirra sem standa höllum fæti.

Kirkjan berst fyrir réttlæti með hugrekki vonarinnar og vinnur að reisn hverrar manneskju.

3. Markmið

Þjóðkirkjan virkjar fólk og eflir það til þjónustu við Guð og náungann. Í þeim tilgangi eru sett fram eftirtalin markmið.

3.1. Gagnvirk samskipti

 • Ræða opið um trúna, vonina og Guð í samtímanum.
 • Tala skýrt, viðeigandi og af virðingu í hverjum aðstæðum.
 • Hvetja til persónulegra samskipta.
 • Hvetja til virkni í fjölmiðlum.
 • Auka samstarf þeirra sem hafa með samskiptastarf og upplýsingamiðlun kirkjunnar að gera.

3.2. Opinber umræða

 • Eiga gott samstarf við fjölmiðla.
 • Halda á lofti mikilvægum málefnum í opinberri umræðu.
 • Miðla skýrri sýn á hlutverk og þjónustu kirkjunnar til opinberra aðila.
 • Segja frá kirkjunni og starfi hennar á þann hátt að það sé skiljanlegt, fjölbreytt og áhugavert.
 • Lyfta fram menningarstarfi kirkjunnar og andlegum arfi hennar.
 • Varðveita trúverðugleika kirkjunnar og byggja upp traust í garð hennar.

3.3. Ólíkir miðlar

 • Vera nálæg og sýnileg í ólíkum miðlum.
 • Bjóða helgihald og hugleiðingar sem henta ólíkum miðlum.
 • Lyfta upp kirkjulegri þjónustu í miðlunum og ræða ólíkar leiðir til að rækta hana.
 • Bjóða upp á iðkun og upplifun trúarinnar á vefnum.

3.4. Nýir miðlar

 • Vera virk á netinu og bjóða upp á þjónustu kirkjunnar.
 • Hvetja meðlimi kirkjunnar til bera trú sinni vitni á netinu.
 • Eiga gott samstarf við netsamfélög og virka netnotendur.
 • Gefa starfsfólki kirkjunnar verkfæri, vinnutíma og menntun til að nota nýja miðla.

3.5. Innri samskipti

 • Leggja áherslu á innri upplýsingamiðlun og samskipti.
 • Gefa öllu starfsfólki kirkjunnar tækifæri til að eiga greiðari samskipti og skiptast á upplýsingum.

3.6. Þjálfun starfsfólks

 • Gera samskiptaþjálfun að hluta af grunnþjálfun og símenntun starfsfólks þannig að það geti sinnt starfi sínu vel og séu vel undirbúin fyrir álagstíma.

4. Lykilstarfsfólk

Samskipti kirkjunnar eru verkefni alls starfsfólks hennar. Mikilvægt er að efla vitund alls starfsfólks, biskupa, presta, djákna, forstöðumanna stofnana, talsmanna, upplýsingafulltrúa, kjörinna fulltrúa og sjálfboðaliða, um stöðu, ábyrgð og áhrif þeirra og um mikilvægi samskipta inn á við og út á við sem hluta af starfi þeirra og veita þeim viðeigandi þjálfun.