Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

 

Messuþjónahátíð

Boðið verður til messuþjónahátíðar  í Breiðholtskirkju í Mjódd þriðjudaginn 30. maí kl. 20 – 22.

Sr. Þórhallur Heimisson byrjar samveruna með helgistund og fjallar síðan um það hvernig það var fyrir hann sem prest að koma í fyrsta sinn til starfa í söfnuði með sterkri messuþjónahefð.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur, mun fjalla um guðfræði og tilgang guðþjónustunnar.

Einnig gefa fulltrúum kirknanna færi á að segja frá starfinu í sinni kirkju.

Sungið verður saman og góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Verið öll hjartanlega velkomin.

 

Birna Birgisdóttir, 23/5 2017

Gamlinginn 2017, tónleikar í Bústaðakirkju

Í áratugi hefur íslenska þjóðkirkjan staðið fyrir orlofsbúðum eldri borgara, en síðustu 14 ár hafa þær verið haldnar á Löngumýri í Skagafirði. Gestirnir, sem koma af landinu öllu, eru frá sextugu og uppúr. Meðalaldur dvalagesta síðast liðið sumar var 88,5 ár.

Komandi sumar verða í boði  fimm og sex daga orlofsdvalir fyrir fimm 30 manna hópa. Eldriborgararáð Reykjavíkurprófastsdæmanna ásamt Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar standa að orlofinu.

Dvalargestir greiða sjálfir sitt dvalargjald og til að gera sem flestum, óháð fjárhag, kleift að taka þátt í orlofsbúðunum er blásið til styrktartónleika. Yfirskrift tónleikanna er Gamlinginn 2017.

Tónleikarnir verða haldnir í Bústaðakirkju fimmtudagskvöldið 9. mars kl. 20:00. Verð á tónleikana er 3.500.- miðar seldir við innganginn og posi á staðnum. Allur ágóðinn rennur til þess að niðurgreiða dvalargjald þátttakenda.

Birna Birgisdóttir, 8/3 2017

Messuþjónahátíð

Boðið er til messuþjónahátíðar fyrir messuþjóna í Reykjavíkurprófastsdæmum miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20 – 22 í Safnaðarheimili Háteigskirkju. 

Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup Skálholtsstiftis mun fjalla um hugsun, merkingu og tilgang helgisiða. Sungið verður saman íslensk ættjarðarlög, dægurlög og sálmar á degi íslenskrar tungu. Góðar veitingar verða fram bornar í boði prófastsdæmanna.

Messuþjónar eru hvattir til að koma og eiga saman uppbyggilega og gleðilega kvöldstund.

Birna Birgisdóttir, 15/11 2016

Málþing á Siðbótardaginn: Lútersk arfleið í nútíma samfélagi

Mánudaginn 31.október n.k. verður haldið málþing í safnaðarheimili Háteigskirkju kl. 15.30-18.30 undir yfirskriftinni Lúthersk arfleið í nútíma samfélagi. 

Fjögur erindi verða flutt á málþinginu:

  • Egill Arnarson heimspekingur: Kreppa kennivalds í samtímanum.
  • Sólveig Anna Bóasdóttir prófessor í guðfræðilegri siðfræði við HÍ: “Köllun mannsins í syndugum heimi. Orðræða Lúterska heimssambandsins um loftslagsmál í aðdraganda Parísarráðstefnunnar (COP21) 2015.
  • Haraldur Hreinsson guðfræðingur: Er nútíminn lútherskur? “Simul iustus et peccator” og hversdagsmenning.
  • Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur og framkvæmdarstýra Jafnréttisstofu: “Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu.” Konur, kvennabarátta og siðbótin.

Þetta er fimmta málþingið sem nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar stendur fyrir.

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson stýrir umræðum.

Verið hjartanlega velkomin.

http://kirkjan.is/sidbotarafmaeli/2016/09/29/malthing-a-sidbotardaginn-luthersk-arfleifd-i-nutima-samfelagi-2/

Birna Birgisdóttir, 25/10 2016

Námskeið fyrir kirkjustarfsfólk

Árleg námskeið fyrir starfsfólk í kirkjustarfi fara fram síðustu dagana í ágúst og fram í september. Á höfuðborgarsvæðinu býður fræðslusvið biskupsstofu til slíks námskeið í Langholtskirkju dagana 29. – 31. ágúst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 4000. Minna má á að víðast hvar hefst sunnudagaskólinn sunnudaginn 4. september, sjá heimasíður kirknanna.

María Ágústsdóttir, 23/8 2016

Orgel og sálmar í Hallgrímskirkju

Alþjóðlegt orgelsumar hefur staðið yfir í Hallgrímskirkju í allt sumar með tónleikum í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum. Einnig hafa að vanda verið orgeltónleikar kl. 17 á sunnudögum en þeir síðustu eru sunnudaginn 21. ágúst þar sem James McVinnie konsertorganisti í London leikur. Árlegur Sálmafoss er á sínum stað á Menningarnótt Reykjavík laugardaginn 20. ágúst kl. 15-20. Fram koma margir kórar og tónlistarfólk. Allir eru velkomnir.

María Ágústsdóttir, 16/8 2016

Fermingarfræðslunámskeið

Fermingarstarfið í Grensássókn hefst með fimm daga námskeiði síðustu vikuna fyrir skólabyrjun í ágúst. Um er að ræða dagana 15.-19. ágúst, alla dagana frá kl. 9-14. Sömu daga fara ungmenni úr Langholtssókn í fræðsluferð í Vatnaskóg, en starfið hefst með samveru í safnaðarheimili Langholtssóknar miðvikudaginn 10. ágúst kl. 17-18. Fermingarnámskeið í Nessókn hefst sunnudagskvöldið 14. ágúst 2016 kl. 20 með fundi þar sem foreldrar og börn eru boðin velkomin. Kennt verður frá mánudegi 15. ágúst til fimmtudagsins 18. ágúst Lesa áfram …

María Ágústsdóttir, 8/8 2016

Helgihald hefst að nýju í Ássókn og Langholtssókn

Fyrsta messa að loknu sumarleyfi starfsfólks og sóknarprests í Ássókn verður sunnudaginn 31. júlí kl. 11 sem er sunnudagur í verslunarmannahelgi. Helgistund verður þann sunnudag í Seltjarnarneskirkju kl. 11 og messur eða guðsþjónustur víða annars staðar í prófastsdæminu, sjá heimasíður safnaðanna. Guðsþjónustuhald í Langholtssókn hefst að nýju eftir sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst kl. 11. Árni Heiðar Karlsson organisti spilar þá sína fyrstu messu við kirkjuna. Í Grensáskirkju er næst messað sunnudaginn 14. ágúst kl. 11.

María Ágústsdóttir, 25/7 2016

Hversdagstaktur í Hallgrímskirkju í allt sumar

Á þriðjudagsmorgnum er boðið til stuttrar fyrirbænamessu í kórkjallara Hallgrímskirkju kl. 10.30 og verður svo í allt sumar. Hægt er að hringja inn fyrirbænarefni í síma 510 1000. Árdegismessur á miðvikudagsmorgnum kl. 8 halda einnig áfram yfir sumartímann við altari kirkjunnar. Þá eru foreldramorgnar í kórkjallaranum á miðvikudögum kl. 10-12. Schola cantrorum heldur hádegistónleika í kirkjunni á miðvikudögum út ágúst og orgeltónleikar eru kl. 12 á fimmtudögum til og með 18. ágúst.

María Ágústsdóttir, 11/7 2016

Sóknarprestsembætti í Laugarneskirkju laust

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Laugarnesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Skipað verður í embættið frá 15. september 2016 til fimm ára. Nánari upplýsingar um embættið er að finna á www.kirkjan.is á síðunni laus störf. Þar er einnig sótt um embættið. Umsóknarfrestur er til miðnættis 8. ágúst 2016.

María Ágústsdóttir, 8/7 2016

 

Háteigskirkju, Háteigsvegi 27-29, 105 Reykjavík. Sími 497 6000 · Kerfi RSS