Víðistaðakirkja

 

Fermingardagar 2018 í Víðistaðakirkju – Fermingarskráning

Fermt verður sunnudag 18. mars, pálmasunnudag 25. mars og skírdag 29. mars.

Rafræn skráning er hafin, smellið á hnappinn:

Skráningarhnappur.texti

Bragi J. Ingibergsson, 5/4 2017

Sunnudagur 30. apríl:

Blómamessa kl. 11:00

Nú er komið að árlegri vorhátíð Víðistaðakirkju sem hefst með fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar og Bragi og María leiða stundina. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og leiki á kirkjutorginu. Verið velkomin!

j0440912

Bragi J. Ingibergsson, 26/4 2017

Páskadagur 16. apríl

Hátíðarmessa kl. 08:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Boðið verður upp á páskaeggjaleit og páskaföndur fyrir börnin! Verið velkomin og gleðilega páska!

Bragi J. Ingibergsson, 11/4 2017

Föstudagurinn langi 14. apríl:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Helga Þórdís organisti sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Freskumynd.03.540.jpg

 

 

 

 

Bragi J. Ingibergsson, 11/4 2017

Skírdagur 13. apríl:

Fermingarmessa kl. 10:30

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar. Nöfn fermingarbarnanna má sjá hér.

Ferming

Bragi J. Ingibergsson, 11/4 2017

Pálmasunnudagur 9. apríl:

Fermingarmessa kl. 10:30

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar. Nöfn fermingarbarnanna má sjá hér. j0436067

Bragi J. Ingibergsson, 5/4 2017

5. sunnudagur í föstu, 2. apríl:

Fermingarmessa kl. 10:30

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur organista og sóknarprestur þjónar. Nöfn fermingarbarnanna má sjá hér.

j0436069

 

Bragi J. Ingibergsson, 30/3 2017

4. sunnudagur í föstu, 26. mars:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Anna Sigga Helgadóttir syngur ljúfa og fallega sálma við undirleik Helgu Þórdísar organista, sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Að guðsþjónustu lokinni verður aðalsafnaðarfundur haldinn í safnaðarheimilinu.

index.3

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Að venju er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega stund uppi í suðursal kirkjunnar, í umsjá maríu og Bryndísar. Hressing á eftir.

Bragi J. Ingibergsson, 22/3 2017

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaginn 26. mars, strax að lokinnni guðsþjónustu sem hefst kl. 11:00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.

Bragi J. Ingibergsson, 21/3 2017

3. sunnudagur í föstu, 19. mars:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sr. Hulda Hrönn héraðsprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir.

j0435099

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Góð og gefandi dagskrá, sannkölluð gleðistund uppi í Suðursal í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Bragi J. Ingibergsson, 15/3 2017

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Sunnudagur

Sjá Helgihald

Dagskrá ...