Víðistaðakirkja

 

Sunnudagur 25. febrúar:

Mynd01Hátíðarmessa í tilefni 30 ára vígsluafmælis kirkjunnar kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar og sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Veislukaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin.

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í hátíðlega skreyttum sal í tilefni afmælis kirkjunnar. Umsjón hafa María og Bryndís. Veislukaffi í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 21/2 2018

Sunnudagur 18. febrúar:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Kvennakór Hafnarfjarðar syngur undir stjórn Ernu Guðmundsdóttur og sr. Sigfinnur Þorleifsson þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Hressing í safnaðarhemilinu að guðsþjónustu lokinni. Verið velkomin!

12362665_450161398524595_6232556174011194004_o

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Djús og kex í safnaðarsal á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 14/2 2018

Sunnudagur 11. febrúar:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Um er að ræða útvarpsmessu og mun Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjóna með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar, fer fram uppi í suðursal að venju. Kex og djús í safnaðarsalnum á eftir. verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 7/2 2018

Sunnudagur 2. febrúar

Fjölskylduhátíð kl. 11:00

Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar. Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund í umsjá  Bryndísar og Helgu. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 31/1 2018

Fermingarhátíð

Í gær sunnudaginn 28. febrúar var haldin stór fermingarhátíð á samstarfssvæði kirknanna í Hafnarfirði og Garðabæ. Á hátíðina mættu um 320 börn og vegna fjöldans var þeim skipt í tvo hópa eftir kynjum; á fyrri hluta dagskrárinnar voru stúlkur í Vídalínskirkju og drengir  í Hafnarfjarðarkirkju. Síðan komu báðir hópar saman hér í Víðistaðakirkju á lokastundina, stórtónleika þar sem hljómsveitin Sálmari lék og Jón Jónsson mætti á svæðið og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. 434A7502434A7516434A7544434A7547434A7558434A7584

Bragi J. Ingibergsson, 30/1 2018

Sunnudagur 28. janúar:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista, sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og fræðandi stund, fer fram uppi í suðursal, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 24/1 2018

Mánudagur 22. janúar:

Samkirkjuleg bænastund kl. 20:00. Þátt taka eftirtaldar kirkjudeildir í Hafnarfirði: Hvítasunnukirkjan, Aðventkirkjan, Kaþólska kirkjan og Þjóðkirkjan. Kaffihressing í safnaðarheimilinu á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 18/1 2018

Sunnudagur 21. janúar:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

Guðrún Árný söngkona flytur ljúfa og fallega tónlist. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lokinni.

Gudrun_Arny_Karlsdottir

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kess í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 18/1 2018

Sunnudagur 14. janúar:

Víðistaðakirkja

Bragi J. Ingibergsson, 11/1 2018

2018.01

Bragi J. Ingibergsson, 3/1 2018

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Miðvikudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 - 12:30 Kyrrðar- og fyrirbænastund
12:30 - 13:00 Léttur málsverður í safnaðarheimilinu
13:30 - 14.30 6-9 ára starf
14:30 - 15:30 10-12 ára starf (TTT)
17:30 - 19:00 Sóknarnefndarfundur annan miðvikudag í mánuði
18:00 - 19:00 Messuþjónasamver fyrsta miðvikudag í mánuði

Dagskrá ...