Víðistaðakirkja

 

Fermingardagar 2019 – Fermingarskráning:

Fermt verður sunnudag 7. apríl, pálmasunnudag 14. apríl og skírdag 18. apríl.

Rafræn skráning – smellið á hnappinn:

Skráningarhnappur.texti

Bragi J. Ingibergsson, 24/4 2018

Sunnudagur 27. maí:

Helgistund á sumarkvöldi kl. 20:00

Helga Þórdís organisti leikur og á píanó og leiðir söng og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 24/5 2018

Nytjamarkaður og vöfflusala

Nytjamarkaður og Vöfflusala

Bragi J. Ingibergsson, 23/5 2018

Kaffihúsakvöld þriðjudaginn 22. maí kl. 20:00

Auglýsing Menningarkvöld 22. maí 2018

Bragi J. Ingibergsson, 22/5 2018

Hvítasunnudagur 20. maí:

Hátíðarhelgistund kl. 20:00

Að kvöldi hvítasunnudags verður helgistund í kirkjunni í tilefni hátíðarinnar. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson héraðsprestur þjónar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir leikur á píanó og leiðir söng. Verið velkomin!

j0436065

Bragi J. Ingibergsson, 16/5 2018

Sunnudagur 13. maí:

Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Hressing í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 8/5 2018

Uppstigningardagur 10. maí:

Víðistaðakirkja

Bragi J. Ingibergsson, 8/5 2018

Sunnudagur 6. maí:

Messa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing að messu lokinni. Verið velkomin!

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Fjölbreytt og skemmtileg stund í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 2/5 2018

Sunnudagur 29. apríl:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffi í safnaðarsalnum að guðsþjónustu lokinnni. Verið velkomin!

Sunnudagaskólin kl. 11:00

Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 25/4 2018

Sunnudagur 22. apríl:

Blómamessa kl. 11:00

Fjölskyldu-  og vorhátíð. Barnakór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Helgu Þórdísar og María og Bryndís leiða stundina. Á eftir verður boðið upp á pylsur og tilheyrandi og farið í leiki á kirkjutorginu. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 18/4 2018

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Fimmtudagur

11:00 - 12:00 Viðtalstími sóknarprests
12:00 - 13:00 Starfsmannafundur
14:20 - 15:00 Æfing barnakórs

Dagskrá ...