Víðistaðakirkja

 

Fermingarstarf

 

Fermingardagar vorið 2018:

18. mars kl. 10:30 – 5. sunnudagur í föstu

25. mars kl. 10:30 – Pálmasunnudagur

29. mars kl. 10:30 – Skírdagur

 

Rafræn skráning í fermingu 2018

Smellið á hnappinn:

Skráningarhnappur.texti

 

 

 

 

 

 

 

(Sumarnámskeið 15. – 18. ágúst 2016

Námskeiðið fer fram í Víðistaðakirkju og er mæting alla dagana kl. 9:00 að morgni og stendur svo dagskrá yfir til kl. 12:00 á hádegi. Mæting fyrsta daginn, mánudaginn 15. ágúst, er því kl. 9:00 – og þá hefst námskeiðið á skráningu, kynningu og afhendingu gagna.

Tilhögun námskeiðsins:

Fermingarbörnunum verður skipt í 3-4 hópa (fer eftir dögum) og verður hver fræðslustund 35 mín. löng. Fara hóparnir á milli stöðva þar sem leiðbeinendur munu taka fyrir ýmis viðfangsefni.

Boðið verður upp á hressingu um kl. 10:40 alla dagana.

Fræðslugögn:

Biblían, Con Dios, Kirkjulykill. Notuð er kennslubókin Con Dios sem gefin var út af Skálholtsútgáfunni 2013. Þá bók þurfa börnin að eignast og verður hún til sölu hér í kirkjunni á kr. 2.500,-. Greiða þarf fyrir bókina með reiðufé því enginn posi er í kirkjunni. Bókin fæst einnig í Kirkjuhúsinu að Laugavegi 31. Kirkjan leggur til Biblíur til notkunar við fræðsluna.

Þá fá börnin afhenta bókina Kirkjulykil endurgjaldslaust. Kirkjulykillinn er notaður í vetur, aðallega í tengslum við mætingar í messur sem er hluti fermingarundirbúningsins. Ætlast er til að þau mæti í a.m.k. 8 guðsþjónustur fram að fermingu, taki þá bókina með, skrifi inn í bókina og fái stimpil fyrir hverja mætingu á þar til gerðar síður. Þátttaka í s.k. messuhópum er einnig liður í fermingarstarfinu sem verður kynntur á námskeiðinu. Gefur aukastimpil!

Aðrir þættir fermingarundirbúningsins verða kynntir mjög fljótlega, en þar má nefna ferð í Vatnaskóg og fermingarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar.

Þá verður boðað til fundar/samverustundar með fermingarbörnum og foreldrum/forsjáraðilum áður en langt um líður.)

 

Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS