Víðistaðakirkja

 

Sjómannadagur 11. júní:

Minningarstund kl. 10:45

Blómsveigur lagður að „Altari sjómannsins” minninsmerki um horfna sjómenn.

Sjómannadagsmessa kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur, sóknarprestur þjónar og sjómenn lesa ritningarlestra. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 31/5 2017

Hvítasunnudagur 4. júní:

Hátíðarhelgistund kl. 20:00

Arnhildur Valgarðsdóttir leikur á orgel og leiðir söng. Sr. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur þjónar. Verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 31/5 2017

Sunnudagur 28. maí:

Nytjamarkaður og vöfflusala kl. 14:00 – 16:00

í safnaðarheimili kirkjunnar. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð kirkjunnar.

basket-of-flowers Blómasala

Á sama tíma er Systrafélag Víðistaðasóknar með árlega blómasölu á kirkjutorginu. Hún stendur yfir frá 25. maí – 1. júní kl. 11:00 – 17:00 alla dagana.

Bragi J. Ingibergsson, 23/5 2017

Uppstigningardagur, 25. maí:

Guðsþjónusta í Hafnarfjarðarkirkju kl. 14:00

Sameiginleg guðsþjónusta fyrir eldri borgara í Víðistaða- og Hafnarfjarðarsóknum verður í Hafnarfjarðarkirkju á uppstigningaredag, fimmtudaginn 25. maí. Sr. Bragi J. Ingibergsson prédikar og Sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs

þjóna fyrir altari. Gaflarakórinn og Barbörukórinn syngja undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur og Guðmundar Sigurðssonar organista. Hátíðarkaffi og söngdagskrá í Hásölum að guðsþjónustu lokinni. verið velkomin!

Bragi J. Ingibergsson, 23/5 2017

Hinn almenni bænadagur, 21. maí:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar organista og sóknarprestur þjónar. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir.

j0347497Sunnudagaskóli kl. 11:00

Fjölbreytt og fræðandi stund í umsjá Maríu og Bryndísar, uppi í suðursal. Djús og kex í safnaðarheimilinu eftir stundina.

Bragi J. Ingibergsson, 17/5 2017

4. sunnudagur eftir páska, 14. maí:

Tónlistarguðsþjónusta kl. 11:00

A Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar leikur undir stjórn Helgu Bjargar Arnardóttur. Sr. Hulda Hrönn héraðsprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Hressing í safnaðarheimilinu á eftir.

Sunnudagaskólinn kl. 11:00

Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, í umsjá Maríu og Bryndísar. Djús og kex í safnaðarsalnum eftir stundina.

 

Bragi J. Ingibergsson, 10/5 2017

7. maí:

Krúttmessa kl. 11:00

Fjölbreytt, fjörug og fræðandi stund fyrir börn á öllum aldri, í umsjá maríu og Bryndísar. Hressing í safnaðarsalnum á eftir. Verið velkomin!

j0423840

Bragi J. Ingibergsson, 3/5 2017

Sunnudagur 30. apríl:

Blómamessa kl. 11:00

Nú er komið að árlegri vorhátíð Víðistaðakirkju sem hefst með fjölskylduguðsþjónustu í kirkjunni. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar og Bragi og María leiða stundina. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og leiki á kirkjutorginu. Verið velkomin!

j0440912

Bragi J. Ingibergsson, 26/4 2017

Páskadagur 16. apríl

Hátíðarmessa kl. 08:00

Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Antoníu Hevesi og sóknarprestur þjónar ásamt messuþjónum kirkjunnar. Heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Boðið verður upp á páskaeggjaleit og páskaföndur fyrir börnin! Verið velkomin og gleðilega páska!

Bragi J. Ingibergsson, 11/4 2017

Föstudagurinn langi 14. apríl:

Guðsþjónusta kl. 11:00

Helga Þórdís organisti sér um tónlistarflutning og sóknarprestur þjónar fyrir altari.

Freskumynd.03.540.jpg

 

 

 

 

Bragi J. Ingibergsson, 11/4 2017

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

 

Víðistaðakirkja, Garðavegi 23, 220 Hafnarfjörður. Sími 565 2050 , fax 565 5390 · Kerfi RSS