Víðistaðakirkja

 

Hádegistónleikar

Á föstudaginn kemur, 26. apríl, verða síðustu hádegistónleikarnir í röð vetrarins. Þá mun Halldór Víkingsson píanóleikari leika rómantísk verk eftir Johannes Brahms, Franz Schubert, Anatoly Konstantinovich Liadov og Sergei Rachmaninoff.

Tónleikarnir hefjast kl. 12:00 og er aðgangseyrir kr. 1.500,-. Boðið er upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu efti tónleikana.

Halldór Víkingsson er píanókennari við Tónlistarskóla Seltjarnarness.  Halldór er fæddur 1957 í Stykkishólmi, sonur Víkings Jóhannssonar organista og skólastjóra tónlistarskólans, og fékk þar fyrstu tilsögn í hljóðfæraleik. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1977, þar sem hann stundaði einnig píanónám hjá Lofti S. Loftssyni og Einari Markússyni í Tónlistarskóla Árnessýslu.

Halldór  var nemandi Halldórs Haraldssonar í píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá haustinu 1977, og útskrifaðist hann úr píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1982, en lagði einnig stund á þýsku, íslensku og almenn málvísindi við Háskóla Íslands. Hann sækir enn píanótíma til nafna síns. Hann hefur komið fram við ýmis tækifæri, bæði á píanó og túbu, sem var hans annað hljóðfæri í tónlistarskólanum. Hefur hann m.a. haldið píanóeinleikstónleika á kirkjulistahátíð Seltjarnarneskirkju, á norðurljósahátíðinni í Stykkishólmi, og á vetrardögum í Víðistaðakirkju.

Halldór hefur verið tíður gestur í Víðistaðakirkju sem upptökumaður, allt frá því kirkjan var tekin í notkun og ekki að fullu frágengin, enda segja gárungarnir að Óskar og Halldór séu elstu starfsmenn kirkjunnar.

 

Bragi J. Ingibergsson, 23/4 2013

Skátaguðsþjónusta á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta verður skátaguðsþjónusta í kirkjunni kl. 13:00. Skátar munu sjá um tónlistarflutning og taka þátt í þjónustunni með sóknarpresti sr. Braga J. Ingibergssyni. Sjá nánar

Bragi J. Ingibergsson, 23/4 2013

Messa

Í messu á sunnudaginn kemur, þann 21. apríl kl. 11:00, mun Kór Víðistaðasóknar syngja undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar og sóknarprestur þjóna. Sjá nánar.

Bragi J. Ingibergsson, 18/4 2013

Guðsþjónusta með jazzívafi

Á sunnudaginn kemur, þann 14. apríl kl. 11:00, verður útvarpað frá guðsþjónustunni í kirkjunni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur prédikar og Kór Víðistaðasóknar syngur með Jazztríói organistans Árna Heiðars Karlssonar. Sjá nánar

Bragi J. Ingibergsson, 12/4 2013

Fermingarmessa

Síðasta fermingarmessan að þessu sinni verður á sunnudaginn kemur kl. 10:30. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Fermd verða 8 börn.

Bragi J. Ingibergsson, 3/4 2013

Hátíðarguðsþjónusta

Að venju þá verður messað árla að páskadagsmorgni eða kl. 08:00. Kór Víðistaðakirkju syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur. Boðið verður upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar að messu lokinni, sem kirkjukórinn hefur veg og vanda að. Sjá nánar…

Bragi J. Ingibergsson, 26/3 2013

Guðsþjónusta á föstudaginn langa

Guðsþjónusta verðu á föstudaginn langa kl. 11:00, þar sem sóknarprestur sr. Bragi J. Ingibergsson les píslarsögu Krists og Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Sjá nánar…

Bragi J. Ingibergsson, 26/3 2013

Fermingarmessa á skírdag

 Í fermingarmessu á skírdag kl. 10:30 verða 7 börn fermd. Sjá nöfn fermingarbarnanna hér.

Bragi J. Ingibergsson, 26/3 2013

Fermingarmessa

Fyrsta fermingarmessan verður á sunnudaginn kemur kl. 10:30. Hægt að sjá nöfn fermingarbarnanna með því að smella hér.

Bragi J. Ingibergsson, 20/3 2013

Kristjana Stefánsdóttir á hádegistónleikum

Á föstudaginn kemur verða hádegistónleikar kl. 12:00 í kirkjunni. Þá munu Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Árni Heiðar Karlsson organisti kirkjunnar flytja bandarísk sönglög. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.500,-. Boðið verður upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu eftir tónleika.

Kristjana hefur verið leiðandi söngkona í íslenskri jazztónlist um árabil.  Vorið 2000 lauk hún með láði námi í jazzsöng frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi.  Fyrsta geislaplata hennar “Ég verð heima um jólin” kom út árið 1996 (endurútgefin 2006). Á þeirri plötu eru engir ómerkari gestasöngvarar en Páll Óskar Hjálmtýsson og Emilíana Torrini.  Síðan þá hefur hún hljóðritað fjölda platna í eigin nafni. Hún syngur reglulega með Stórsveit Reykjavíkur og hefur unnið m.a. með stjórnendunum Daniel Nolgard og Ole Kock Hansen. Kristjana hefur nokkrum sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. Hún  hefur haldið tónleika víða, m.a. í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Kristjana hefur í seinni tíð unnið meira með frumsamda tónlist og útsetningar auk þess að starfa við upptökustjórn á söng með vinsælustu söngvurum þjóðarinnar. Kristjana farið víða í listsköpun sinni og starfað sem tónlistarstjóri í leikhúsi, tónskáld og ljáð trúðnum Bellu líf í Borgarleikhúsinu í Reykjavík. Hún hefur haldið tónleika víða, m.a. í Japan, Bandaríkjunum og víða um Evrópu.  Kristjana hlaut hin íslensku Grímuverðlaun fyrir Jésús litla, sýningu ársins og handrit ársins 2009, auk þess að vera tilnefnd fyrir tónlist sína í verkinu og sem söngvari ársins.  Kristjana býr og starfar í Reykjavík.

Bragi J. Ingibergsson, 20/3 2013

Viðtalstímar sóknarprests: Alla virka daga nema mánudaga kl. 11.00 – 12.00 - og eftir samkomulagi.

Símar í Víðistaðakirkju:
Sóknarprestur: 565-2050
Kirkjuvörður: 565-2051
Organisti: 868-3110

Neyðarþjónusta presta
Vaktsími: 659 7133
Prestarnir í Hafnarfirði og Garðabæ hafa með sér samstarf um vaktsíma utan venjulegs skrifstofutíma. Hægt er að hringja í símann vegna aðkallandi málefna sem ekki þola bið fram á næsta dag.

Sunnudagur

Sjá Helgihald

Dagskrá ...