Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju

28. mars 2018

Æðruleysismessa í Stöðvarfjarðarkirkju


Fjölmennt hefur verið undanfarin ár í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa í æðruleysismessu með yfirskriftinni “Æðruleysi til vonar” í samstarfi við AA fólk á Austfjörðum. Áhersla er á fjölbreytta tónlist, samsöng, vísnasöng og þekkt lög með gítarundirleik. Hópur tónlistarfólks sér um flutninginn. Vitnisburðir af reynslu úr lífinu eru fluttir. Öll tendrum við ljós á kertum framan við altarið í lok messunnar. Síðan er boðið upp á hressingu og efnt til samskota í safnaðarheimilinu.

Æðruleysismessan er í Stöðvarfjarðarkirkju á föstudaginn langa kl. 14.00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Mynd fengin af vefnum www.ismennt.is
  • Kærleiksþjónusta

  • Messa

Sr. Stefanía G. Steinsdóttir

Sr. Stefanía ráðin

29. mar. 2023
......í Ólafsfjarðarprestakall
Bjarni Gíslason í nýjum jakka frá Úganda

Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda

28. mar. 2023
.....viðtal við Bjarna Gíslason framkvæmdastjóra
Evrópufundur LWF - mynd:LWF/Albin Hillert

Ályktun Evrópufundar Lútherska heimssambandsins

27. mar. 2023
.....samþykkt í Oxford á föstudaginn