Síðara bindi af ritum Marteins Lúthers

6. apríl 2018

Síðara bindi af ritum Marteins Lúthers


Biskup Íslands efndi til útgáfuhófs í tilefni af útgáfu síðara bindis útvalsrita Marteins Lúthers. Um er að ræða úrval þeirra texta sem Lúther skrifaði þegar barátta hans við andleg og veraldleg yfirvöld stóð sem hæst.

Fyrra bindið kom út 1. desember 2017, á 500 ára afmælisári siðbótarinnar. Flest ritanna í bindunum tveimur eru að koma fyrir almenningssjónir á íslensku í fyrsta skiptið.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar hafði umsjón með verkinu, sem gefið er út af Skálholtsútgáfunni og er aðal þýðandi dr. Gunnar Kristjánsson. Fleiri komu að verkinu og er þeim öllum þakkað framlag sitt til þessa tímamótaverks.

Þýska sendiráðið ásamt þýsku kirkjunni studdu útgáfurnar myndarlega og er þeim þakkaður stuðningurinn.

Útgáfuhófið fór fram á biskupsstofu föstudaginn 6. apríl kl. 17.

Á myndinni er biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, ásamt sendiherra Þýskalands á Íslandi, hr. Herbert Beck, með þeim á myndinni er aðalþýðandinn dr. Gunnar Kristjánsson og nefndarmennirnir dr. Gunnar J. Gunnarsson, formaður, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, Ævar Kjartansson, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur og starfsmaður nefndarinnar, séra Skúli Ólafsson, sóknarprestur, séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur, Svana Helen Björnsdóttir, kirkjuráðsmaður, og Þorgils Hlynur Þorbergsson.

Fleiri myndir frá hófinu má nálgast hér.
  • Auglýsing

  • Útgáfa

Klyppsstaðir.jpg - mynd

Sumarstarf kirkjunnar

09. jún. 2023
........ í Egilsstaðaprestskalli
Hafnarfjarðarkirkja

Laust starf

08. jún. 2023
.....organista við Hafnarfjarðarkirkju
Skálholtsdómkirkja

Kosning hafin í vígslubiskupskjöri

07. jún. 2023
......hófst kl. 12:00 á hádegi