Tryggjum viðundandi framfærsluviðmið!

18. maí 2018

Tryggjum viðundandi framfærsluviðmið!

Tryggjum viðundandi framfærsluviðmið!

Íslandsdeild evrópska tengslanetsins um farsæld fyrir alla (European Anti Poverty Network – EAPN) skorar á ráðherra, þingheim og sveitarstjórnir á Íslandi og í Evrópu að koma strax á viðunandi, aðgengilegum og viðurkenndum viðmiðum um fjárhæð sem dugar til framfærslu.

Um 119 milljónir manns, eða 23,7 % Evrópubúa eru við fátæktarmörk og eiga á hættu að einangrast félagslega vegna fátæktar. Við brýnum fyrir stjórnvöldum að sýna ábyrgð og taka pólitíska ákvörðun um að útbúa samhljóma og vel útfært viðmið um lágmarksfjárhæð til framfærslu. Tryggja þarf framfærslustuðning við alla sem þess þurfa, eins lengi og þeir þurfa. Nóg til að geta lifað með reisn og tekið fullan þátt í samfélaginu.

Þriðjudaginn 22. maí klukkan 14:00 – 17:00 býðst frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga að stíga á stokk á Ingólfstorgi og segja frá því hvernig þeir hyggjast tryggja farsæld fyrir alla.

Á miðvikudaginn 23. maí klukkan 14:00 – 17:00 býðst frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga á Norðurlandi að stíga á stokk á Glerártorgi og segja frá sínum áætlunum um farsæld fyrir alla.

Viðburðir þessir eru liðir í rútuferð EAPN um 32 Evrópuríki á 64 dögum til að vekja athygli á mikilvægi viðmiðanna fyrir fasælt samfélag. Nánar um verkefni er hér: http://eminbus.eu/

Við ítrekum ákall okkar til stjórnvalda um

að setja viðundandi viðmið um fjárhæð sem dugar til framfærslu:


Það veitir fólki stuðning til að vera virkt í samfélaginu og ýtir undir virka aðlögun þeirra á vinnumarkaði.
Það er nauðsynleg til að tryggja og viðhalda sátt í samfélaginu og til að bregðast við sífelldum breytingum á vinnumarkaði.
Það getur tryggt sómasamleg lágmarkslaun. Þannig er hægt að koma í veg fyrir aukna fátækt hjá vinnandi fólki.
Það stuðlar að auknum jöfnuði í samfélögum og almennri farsæld.
Fjármagn sem varið er til framfærslustyrkja skilar sér beint í verslun og þjónustu og viðheldur því góðum efnahag, sérstaklega á svæðum þar sem tækifæri eru af skornum skammti.
Það er því fjárhagslega hagkvæmt að setja viðmið um fjárhæð sem dugar til framfærslu og skilar miklum ávinningi til lengri tíma litið.
Áætlun Evrópusambandsins um félagsleg réttindi kveður á um: „réttinn til viðunandi lágmarksfjárhæðar til framfærslu sem tryggir að fólk sem skortir nægileg bjargráð geti lifað með reisn lífið á enda.“ Þessi réttur hefur verið staðfestur í sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi og er því mikilvægur fyrir trúverðugleika ESB.

Nánari upplýsingar: Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunnar og formaður EAPN á Íslandi, sími 5284403, vilborg@help.is.

  • Auglýsing

  • Viðburður

Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra
Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi