Ljós í myrkri

28. desember 2018

Ljós í myrkri

jólamynd dómkirkjan 28122018.jpg - mynd

Biskup Íslands prédikaði að venju við aftansöng í Dómkirkjunni sem sjónvarpað var í Ríkissjónvarpinu á aðfangadagskvöld. Í prédikun sinni sagði biskup m.a.:

Trump, Pútin, May eða Merkel eiga ekki síðasta orðið og draga ekki huga okkar til sinna heimshluta núna. Heldur er það bærinn Betlehem, brauðhúsið, sem er miðja alheimsins á jólum.Guð kom til mannanna. Hann sá og lifði lífinu sem maður. Gladdist og hló, harmaði og grét, deildi kjörum með öðrum og fór ekki í manngreinarálit. Hann gaf fólki nýja von og nýja trú á sigur lífsins þrátt fyrir myrkur og böl.

Prédikun biskups má lesa í heild sinni hér: http://tru.is/postilla/2018/12/gleðileg-jol-2 

Aftansöngurinn er aðgengilegur í sarpi Ríkisútvarpsins, sjá hér: http://www.ruv.is/sjonvarp/spila/aftansongur-jola-2018/25754?ep=7ljft1 

Biskup prédikaði einnig í hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni á jóladag. Í prédikun sinni fjallaði biskup m.a. um þær andstæður sem birtast í þeim frásögum sem jólin bera okkur; fjárhús og hallir, ljós og myrkur, fegurð og óhugnaður, ríkidæmi og fátækt. Biskup sagði m.a.:

Jólaguðspjallið afhjúpar hið fegursta sem til er í veröld mannsins þegar birtu af veröld Guðs leggur inn í heim hinna smæstu – en á hinn bóginn er myrkrið sem fylgir hinum grimma leiðtoga, sem svífst einskis í valdafíkn sinni skammt undan. Heródes heitir þessi leiðtogi í guðspjalli Mattheusar. Nú til dags ber hann önnur nöfn og í gegnum sögu mannkyns eru þó nokkrir Heródesar og Heródesarsinnar. Hver kynslóð berst við ofurefli að einhverju leyti.

Biskup fjallaði einnig um hvernig jólaboðskapurinn, fagnaðarerindið, getur umbreytt lífi þess sem tekur við því af heilum huga og vísaði í því sambandi til eigin reynslu og annarra. Um það sagði biskup m.a.:

Hann segir frá því þegar hann ákvað að gefi Guði tækifæri eins og hann orðar það. „Þá öðlaðist ég líf í fullri gnægð. Líf mitt hefur tilgang, ég hef öðlast frið, líf mitt er í rauninni bara rosalega fallegt og bjart í dag. Ég þarf ekkert nema Guð og ég treysti honum fullkomlega.“

Biskup dró einnig fram í orðum sínum mikilvægi þess að miðla hinum góða boðskap áfram til komandi kynslóða og sagði:

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og engin ástæða til að gefa það eftir sem leiðir þau á farsælar brautir í lífinu.

Prédikun biskup sem ber yfirskriftina ljós í myrkri má lesa í heild sinni á tru.is, sjá hér:http://www.tru.is/postilla/2018/12/ljos-i-myrkri-2 

  • Biskup

  • Guðfræði

  • Trúin

  • Biskup

  • Jól

IMG_E0878[1].JPG - mynd
22
mar

Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið í Reykjavík í vikunni
Eðvarð Ing.jpg - mynd
22
mar

Sr. Eðvarð Ingólfsson kveður Akranes

Eftir tæp 22 ár í þjónustu sem sóknarprestur á Akranesi þá lætur sr. Eðvarð Ingólfsson af störfum um næstu mánaðamót.
Hallgrímskirkja Saurbæ.jpg - mynd
19
mar

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar