Hvað er sálgæsla?

7. janúar 2019

Hvað er sálgæsla?

Jól og áramót er tími ljóss og friðar. Þar fögnum við fæðingu frelsarans og gleðjumst. En fyrir suma geta hátíðarnar verið erfiðar. Fólk finnur fyrir sorgum, bæði gömlum og nýjum á tímamótum sem þessum og tilfinningar sem mögulega bæra ekki á sér dags daglega vakna.

Undanfarin 14 ár hefur Vigfús Bjarni Albertsson starfað sem sjúkrahúsprestur hjá þjóðkirkjunni og hefur hann á þeim tíma veitt fjölda manns sálgæslu. Sálgæsla er eitt af mikilvægustu hlutverkum presta og djákna. Vigfús er reynslumikill á þessu sviði og kenndi hann meðal annars kúrs í sálgæslu í endurmenntun Háskóla Íslands síðasta haust.

Hvað er sálgæsla?

Sálgæsla er að mæta manneskjunni þar sem hún er stödd hverju sinni. Í Mannskilningi kristinnar trúar lítum við á manneskjuna sem hún sé alltaf í tengslum við sjálfa sig, annað fólk  og sinn guð. Sálgæsla virðir trúnað við fólk og hvar það er statt. Samtalið í sálgæslunni er heilagt sem þýðir að það er frátekið fyrir trúnað. Í sálgæslunni notum við okkar kristna mannskilning og einnig skilning okkar á fræðum nútímans, fjölskyldu-, meðferðar- og áfallafærðum. Sálgæslan er líka hugtak sem virðir ólíkar lífsskoðanir fólks og hvar það er statt með sína tilvistarmynd.

Af hverju prestar eða djáknar?

Það er hluti af köllun þeirra að sinna sálgæslu og hluti af menntun þeirra. Sumir hafa tekið auka menntun í sálgæslu og hafa mikla reynslu. Það er köllun presta og djákna að sinna hinum þjáða. Í Mattheusarguðspjalli segir Jesús „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36 nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.“  Það hefur alltaf verið köllun kirkjunnar að leita uppi hinn þjáða. Það er styrkleiki í kristinni sálgæslu að hún gerir ráð fyrir því að manneskjan er í þessum 3 tengslum sem ég minntist á. En um leið virðir kristin sálgæsla alltaf allar lífsskoðanir fólks.

Geta allir leitað til presta og djákna þjóðkirkjunnar burt séð frá trúarbrögðum?

Já, það skiptir ekki máli, öllum er velkomið að leita til okkar sama hvaða trúfélagi þau tilheyra og margir gera það.

Hvað er það við sálgæslu sem kallaði á þig?

Það er þessi djúpa tilvistarleið sem sálgæslan bíður upp á, þessi dýpt. Hún er aldrei klisjukennd, hún virðir svo mikið dýptina í manneskjunni. Svo hefur hún haft mikil áhrif á meðferðarfræði tuttugustu og fyrstu aldarinnar.

Af hverju leitar fólk til presta og djákna?

Fólk leitar til presta út af sorgum sem tengjast einkalífi eins og hjónabandavandamála, skilnaði. Sorgir í tengslum við líf barna og unglinga. Það geta verið erfiðleikar hjá þeim. Sorgir við að missa eða hafa misst einhvern. Tilvistarleit og tilvistarglímu.

Er alltaf hægt að leita til presta og djákna?

Það er alltaf hægt. Fólk hefur aðgang allan sólarhringinn í íslensku samfélagi. Bæði í sóknum, stofnunum eins og Landspítalanum. Margir söfnuðir og samstarfssvæði presta eru með vaktsíma sem hægt er að hringja í.

 

Ef þig vantar að ræða við einhvern í fullum trúnaði þá er hægt að finna vaktsímann í þinni sókn á heimasíðu hennar. 

 

 

  • Frétt

  • Sálgæsla

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi
Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Þau sóttu um

17. apr. 2024
...Garðaprestakall
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar