57. Kirkjuþingi lýkur um helgina

01. mars 2019

57. Kirkjuþingi lýkur um helgina

hateigskirkja.jpg - mynd

Laugardaginn 2. mars hefst framhaldskirkjuþing í Háteigskirkju.

Verða þá afgreidd mál sem ekki náðist að ljúka á kirkjuþingi í nóvember á síðasta ári. Einnig verða tekin fyrir nokkur ný mál. Þingið hefst klukkan 10 um morguninn og lýkur eftirmiðdag sunnudags.
Meðal þess sem rætt verður eru tillögur um sameiningu prestakalla og tillaga að starfsreglum um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kyndbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar.

Dagskrá þingsins í heild sinni má nálgast hér á síðunni að kvöldi 1. mars.

Tillögur um sameiningu eftirfarandi prestakalla koma til umræðu:

• Eyrabakka-, Hveragerðis-, Selfoss- og Þorlákshafnarprestaköll í Suðurprófastsdæmi verði sameinuð í eitt prestakall Árborgar- og Ölfusprestakall.
• Sameiningu Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalla í Vestfjarðaprófastsdæmi í eitt prestakall, Breiðafjarðar- og Strandaprestakall.
• Akureyrar- og Laugalandsprestaköll í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sameinist í eitt prestakall, Eyjafjarðarprestakall.
• Djúpavogs-, Heydala-, Kolfreyjustaðar-, Eskifjarðar- og Norðfjarðarprestaköll í Austurlandsprófastsdæmi sameinist í eitt prestakall, Austfjarða-prestakall.


  • Frétt

Hallgrímskirkja Saurbæ.jpg - mynd
19
mar

Tillaga að stofnun Hallgrímsseturs

Breyttar aðstæður í Saurbæ greiða þeirri hugmynd leið að opna þar lifandi safn um ævi og störf sálmaskáldsins ástsæla, sr. Hallgríms Péturssonar
hjallakirkja.jpg - mynd
19
mar

Dagur kirkjutónlistarinnar

Verður haldinn hátíðlegur í Hjallakirkju laugardaginn 23. mars.
hateigskirkja.jpg - mynd
18
mar

„Ný hugsun – ný nálgun“

Málfundur um róttækar leiðir í helgihaldi og safnaðarstarfi