Biskup endurnýjar samning um áfallahjálp

06. mars 2019

Biskup endurnýjar samning um áfallahjálp

Hættu að reykja Sigfús.jpg - myndHættu að reykja Sigfús.jpg - myndNýverið endurnýjaði Biskup Íslands samning um áfallahjálp á landsvísu. Markmið samkomulagsins er að efla og styrkja enn frekar áfallahjálp bæði til lengri og skemmri tíma. Rauði krossinn leiðir starfið en auk þeirra eru aðilar að samkomulaginu Embætti landlæknis, Ríkislögreglustjóri, Landspítalinn, Biskupsstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Hlutverk samráðshópsins er að móta stefnu og gæta þess að besta þekking og úrlausnir á sviði áfallahjálpar endurspeglist í skipulagi áfallahjálpar á hverjum tíma. Á hamfaratímum vinnur samráðshópurinn áætlun um hvernig áfallaþjónusta færist frá Rauða krossinum inn í heilbrigðisþjónustuna, félagsþjónustu sveitarfélaga, stofnanir kirkjunnar á landsvísu eða til einkaaðila þegar neyðaraðgerðum lýkur eða eftir því sem aðgerðum vindur fram, í samráði við samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna. Vegna atburða á einstökum stöðum á landinu vinna Rauði krossinn og samráðshópur á landsvísu í nánu samstarfi við samráðshópa um áfallahjálp í umdæmum lögreglustjóra. Eru þeir samráðshópar einnig mannaðir fulltrúum frá Rauða krossinum, heilbrigðisstofnunum, sveitarfélögum, kirkju og lögreglu í hverju umdæmi fyrir sig. Vinna hóparnir með upplýsingagjöf og fræðslu auk þess sem þeir gera áætlun í samstarfi við aðgerðastjórn almannavarna í umdæminu um það hvernig áfallaþjónustan færist yfir til þjónustu í viðkomandi umdæmi.

Lesa má nánar um samkomulagið á vef Rauðakrossins https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/samkomulag-um-aframhaldandi-umsjon-a-afallahjalp

Á myndinni má sjá fulltrúa samráðshóps á landsvísu: Bryndís Lóa Jóhannsdóttir (LSH), Salbjörg Bjarnadóttir (Landlæknisembættið), Agnes Björg Tryggvadóttir (LSH), Elfa Dögg S. Leifsdóttir (RKÍ), Guðrún Jóhannesdóttir (Ríkislögreglustjóri) og Sigfús Kristjánsson (Biskupsstofa).
  • Frétt

Salóme R. Gunnarsdóttir
17

Hálfmaraþon milli kirkna

Frá Ísafjarðarkirkju til Súðavíkurkirkju
Jónína Ólafsdóttir
16

Nýr prestur á Dalvík

Jónína Ólafsdóttir guðfræðingur hefur verið settur prestur í Dalvíkurprestakalli.