Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

22. mars 2019

Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið í Reykjavík í vikunni. Með í för var prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, Elías Þórsson, verkefnastjóri samskiptamála á Biskupsstofu og fangaprestur þjóðkirkjunnar, sr. Hreinn S. Hákonarson.

Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Páll E. Winkel, og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Hólmsheiðarfangelsisins, tóku á móti biskupi og fylgdarliði hennar.

Starfsemi fangelsisins var kynnt ítarlega fyrir biskupi og föruneyti hennar. Fangelsið var skoðað og farið inn á kvennadeild en þar afplána nú um stundir alls átta konur. Heimsóknaraðstaða var einnig skoðuð sem og stjórnstöð fangelsisins. Störf fangavarða voru kynnt fyrir hópnum.

Í vísiteringunni var rætt var um stöðu fangelsismála og þjónustu kirkjunnar. Fangaprestur mun láta af embætti 1. maí n.k.

Þá var helgistund í fangelsinu sem fangaprestur stýrði. Prófasturinn lék á gítar og leiddi söng. Biskup prédikaði. Rúmlega tuttugu fangar sóttu stundina. Í lok hennar var boðið upp á gos, vínarbrauð og kleinur. Biskup ræddi við fanga og tóku þeir henni ljómandi vel.

Þessi heimsókn tókst ákaflega vel og móttökur fangelsismálastjóra og forstöðumanns fangelsisins voru framúrskarandi í einu og öllu. Fyrir þær er þakkað.

  • Frétt

Jón Bjarnason, organisti Skálholtsdómkirkju
22
júl.

Allt er fertugum fært

Stór stund var framundan...
Sölvi Hilmarsson og Eva Björk Kristborgardóttir standa vaktina
20
júl.

Þau standa vaktina

...villtur lax úr Hvítá og nýjar íslenskar kartöflur...
Dr. Munib Younan og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup
19
júl.

Málþing á morgun í Skálholti

...að leysa ágreining, koma á friði og vinna að sáttargjörð