Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

22. mars 2019

Biskup vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið

IMG_E0878[1].JPG - mynd

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, vísiteraði Hólmsheiðarfangelsið í Reykjavík í vikunni. Með í för var prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari, Elías Þórsson, verkefnastjóri samskiptamála á Biskupsstofu og fangaprestur þjóðkirkjunnar, sr. Hreinn S. Hákonarson.

Forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Páll E. Winkel, og Halldór Valur Pálsson, forstöðumaður Hólmsheiðarfangelsisins, tóku á móti biskupi og fylgdarliði hennar.

Starfsemi fangelsisins var kynnt ítarlega fyrir biskupi og föruneyti hennar. Fangelsið var skoðað og farið inn á kvennadeild en þar afplána nú um stundir alls átta konur. Heimsóknaraðstaða var einnig skoðuð sem og stjórnstöð fangelsisins. Störf fangavarða voru kynnt fyrir hópnum.

Í vísiteringunni var rætt var um stöðu fangelsismála og þjónustu kirkjunnar. Fangaprestur mun láta af embætti 1. maí n.k.

Þá var helgistund í fangelsinu sem fangaprestur stýrði. Prófasturinn lék á gítar og leiddi söng. Biskup prédikaði. Rúmlega tuttugu fangar sóttu stundina. Í lok hennar var boðið upp á gos, vínarbrauð og kleinur. Biskup ræddi við fanga og tóku þeir henni ljómandi vel.

Þessi heimsókn tókst ákaflega vel og móttökur fangelsismálastjóra og forstöðumanns fangelsisins voru framúrskarandi í einu og öllu. Fyrir þær er þakkað.

  • Frétt

Fjöldamorð á kristnu fólki - mynd
25
apr

Fjöldamorð á kristnu fólki

Biskup Íslands biður presta landsins að biðja fyrir þeim sem líða vegna hryðjuverkaárásanna í Kólombó höfuðborg Sri Lanka og segir: Oftast hefur verið litið á kirkjur sem griðastaði, þar sem fólk getur komið saman og...
Kópavogskirkja.jpg - mynd
25
apr

Umsækjendur um afleysingarþjónustu

Biskupsstofa auglýsti eftir prestum til afleysingarþjónustu í þremur prestaköllum
Brynja Dögg.jpg - mynd
24
apr

Samstarf kirkju og lögreglu - og persónuverndarmál

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í dag.