Kirkjan og menningarnótt

19. ágúst 2019

Kirkjan og menningarnótt

Sálmafoss mun streyma um stuðlabergið á menningarnótt

Um næstu helgi verður fjöldi viðburða í Reykjavík í tilefni menningarnætur.

Það er laugardagurinn 24. ágúst sem verður þéttsetinn menningarviðburðum í borginni.

Nokkrir viðburðir fara fram í kirkjum og aðrir tengjast kirkjunum beint eða óbeint.

Hæst ber Sálmafoss í Hallgrímskirkju. Dagskráin hefst kl. 15.00 og lýkur kl. 21.00. Þar koma fram nokkrir kórar eins og Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum. Hörður Áskelsson stjórnar þeim. Þá Dómkórinn undir stjórn Kára Þormar. Kirkjukór Akraneskirkju kemur fram undir stjórn Sveins Arnarssonar sem og Det Danske Vocalensemble. Þorvarður Örn Davíðsson stjórnar Hljómeyki. Fjölnir Ólafsson barítón syngur – við orgelið eru þeir Mattias Wager frá Stokkhólmi og Björn Steinar Sólbergsson. Sálmar munu hljóma á heila tímanum og klukkuspil kirkjunnar mun einnig njóta sín fimm mínútum fyrir hverja nýbyrjaða klukkustund. Hægt verður að kaupa kaffi í suðursal kirkjunnar og ágóðinn rennur til Listvinafélagsins. Prestar kirkjunnar sjá um kynningu.

Hólavallagarður mun njóta lifandi skálda sem lesa ljóð sín í garðinum frá kl. 15.00-17.00 við klukknaportið í miðjum garðinum. Nýtt skáld „rís upp“ á fimmtán mínútna fresti og les! Mjög spennandi viðburður í þessum fornfræga kirkjugarði.

Í Landakotskirkju munu ýmsir kórar og tónlistarfólk frá kaþólsku kirkjunum í Reykjavík og nágrenni flytja tónlist á laugardeginum frá kl. 19.00-20.00.

Dómkirkjan býður upp á notalega stund en þar mun Guðrún Árný leika á píanó og syngja létt lög við allra hæfi. Þessir tónleikar standa yfir frá kl. 19.00-19.50.

Í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti verður sýningin Orð hafa áhrif opnuð kl. 14.00 og stendur til kl. 16.00. Sýningin tengist Biblíunni og áhrifamætti orðsins sem hún hefur að geyma. Guðsþjónusta  verður í Aðventkirkjunni og hefst hún kl. 12.00.

Fjöldi viðburða á menningarnótt er mikill en þessir eru þeir helstir þar sem kirkjan kemur við sögu með einum eða öðrum hætti. Gott er að glöggva sig með fyrirvara á tímasetningum atburða og hvar þeir fara fram.

Sjá nánar dagskrá menningarnætur: https://menningarnott.is/dagskra

Skáldin lesa við klukknaportið í Hólavallagarði kl. 15.00-17.00


  • Frétt

  • Menning

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta