Kirkjur landsins

07. september 2019

Kirkjur landsins

Sunnudagaskólarnir eru komnir í gang hjá mörgum kirkjum og í sumum kirkjum hefst sunnudagaskólinn með miklum látum. Hátíðir á haustin hafa verið skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna og það er mikill fögnuður að hittast aftur eftir sumarfrí í kirkjunni.

Þar er sungið, dansað, hlustað á biblíusögur og svo er litað eða föndrað. Eða kirkjurnar fá í heimsókn einhverja skemmtilega gesti eins og Árbæjarkirkja sem ætlar að fagna haustinu og upphafi barnastarfsins með sunnudagaskólahátíð 8. september kl. 11:00. Sirkus Íslands og Wally trúður koma í heimsókn. Boðið er upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á staðnum.

Ekki láta sunnudagaskólann í þinni kirkju framhjá þér fara.

Hlökkum til að sjá ykkur!

  • Æskulýðsmál

  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

Tvær snotrar bækur og snjallar
15
des.

Tvær snjallar bækur

...skrifar af skynsemi og hlýju
Frábært framtak
14
des.

Fæðing milli lands og Eyja

...samfélag þeirra er ríkt af mannauði
Akraneskirkja
13
des.

Sjö sóttu um tvö störf

Garða- og Hvalfjarðarstrandaprestakall