Gróska og gleði í Breiðholtskirkju

24. september 2019

Gróska og gleði í Breiðholtskirkju

Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, sett inn í embætti

Síðast liðinn sunnudag var mikil hátíð og gleði í Breiðholtskirkju.

Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, var sett inn í embætti í Breiðholtssókn og Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju. Hún var vígð til djáknaþjónustu fyrir um viku í Dómkirkjunni.

Það voru þeir sr. Magnús Björn Björnsson, sóknarprestur, og sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, sem settu hana inn í embættið og buðu hana velkomna til starfa í fjarveru sr. Gísla Jónassonar, prófasts. 

Steinunn kemur til með að þjóna í Breiðholtssókn, í barnastarfi og meðal eldri borgara, en einnig í barnastarfi í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju.

Vígsla hennar er staðfesting þess að gróska er í starfi beggja safnaðanna sem eiga heimili í Breiðholtskirkju.

Með vaxandi fjölda flóttafólks sem leitar hælis hér á landi og fær landvistarleyfi bætast æ fleiri börn í hópinn. Foreldrarnir hafa flestir tekið kristna trú, en orðið að flýja heimaland sitt vegna aðstæðna þar.

Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, mun hafa sunnudagaskóla fyrir börnin á sama tíma og hinir fullorðnu sækja guðsþjónustu í kirkjunni. Djáknaþjónusta verður æ mikilvægari í starfi þjóðkirkjunnar.

Eftir innsetningarmessu var boðið til veislu þar sem vígslu Steinunnar var fagnað innilega. Það var svo önnur veisla eftir messu hjá Alþjóðlega söfnuðinum. Þar ríkti og mikil gleði yfir því að Steinunn væri komin til starfa og var henni færður blómvöndur.

Það er gróska og gleði í söfnuðunum í Breiðholtskirkju.

Sjá nánar um starfið í Breiðholtskirkju á heimsíðu safnaðarins hér.


 • Alþjóðastarf

 • Barnastarf

 • Frétt

 • Kærleiksþjónusta

 • Menning

 • Messa

 • Sálgæsla

 • Samfélag

 • Trúin

 • Menning

 • Samfélag

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup