Bleikur október á Blönduósi

22. október 2019

Bleikur október á Blönduósi

Blönduóskirkja - myndina tók Róbert Daníel Jónsson

Margar opinberar byggingar eru baðaðar bleikum lit í október til að sýna samtöðu með þeim konum sem greinst hafa með krabbamein.

Kirkjan á Blönduósi vekur mikla athygli við veginn, böðuð bleikum lit eins og myndin með fréttinni ber með sér.

En hver tekur svo glæsilega mynd til stuðnings góðu málefni?

Róbert Daníel Jónsson er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi. En hann er líka öflugur áhugaljósmyndari og hann tók þessa fallegu mynd af kirkjunni og veitti góðfúslegt leyfi til að hún yrði birt á vef kirkjunnar.

Kirkjan.is sló á þráðinn til hans og spurði um myndatökur hans.

„Ég tek mest myndir hér í Austur-Húnavatnssýslu“, segir hann. „Myndefnin eru óþrjótandi.“

Myndina af Blönduóskirkju tók Róbert Daníel 18. október s.l.

„Blönduóskirkja er mest myndaða húsið hér um slóðir“, segir Róbert Daníel. „Maður sér oft hópana af erlendum ferðamönnum að mynda kirkjuna.“

Kirkjan stendur fagurlega upp úr bænum og er mjög eftirtektarverð.

Blönduóskirkju teiknaði dr. Maggi Jónsson og var hún vígð 1993. Hún tekur 250 manns í sæti. Altaristaflan er úr gömlu kirkjunni á Blönduósi og er eftir Jóhannes Kjarval. Myndefnið er Emmausgangan. Skírnarfonturinn er einnig úr gömlu kirkjunni og er útskorinn af Ríkharði Jónssyni.

Sóknarprestur á Blönduósi er sr. Sveinbjörn R. Einarsson. Hann er nú í námsleyfi og fyrir hann þjónar sr. Úrsúla Árnadóttir.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut