Merki kirkjunnar

5. desember 2019

Merki kirkjunnar

Biskupsstofa er á þriðju hæð í Katrínartúni 4

Í gær var komið fyrir merki kirkjunnar á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4. Merkið var hannað fyrir all mörgum árum af Jónu Sigríði Þorleifsdóttur, grafískum hönnuði, en hugmyndina að merkinu átti sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup.

Merkið sést vel í þessari alfararleið sem Katrínartúnið er. Stefnt er að því að orðið kirkjan taki litabreytingum eftir litum kirkjuársins og ýmsum tímamótadögum, verði t.d. í fánalitunum á 17. júní.

Sjálft merkið er boðandi í eðli sínu, stendur enda fyrir hina biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju. Kross, bátur, auga Guðs sem yfir öllu vakir, sjór - lífsins sjór; og fiskur, sem er eitt elsta tákn kristinna manna.

Stafirnir sem mynda gríska skammstöfun á orðunum Jesús Kristur, Guðs sonur, frelsari heimsins, mynda svo orðið fiskur eitt og sér. Þess vegna var fiskurinn leynitákn kristinna manna á ofsóknartímum og einnig trúarjátning. (Fiskur: ἰχθύς, og hver bókstafur þess orðs er upphafsstafur í eftirfarandi orðum, hverju og einu: Ἰησοῦς Χριστός, Θεοῦ Υἱός, Σωτήρ =Jesús Kristur, Guðs sonur, frelsari heimsins).


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Trúin

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Barokkbandið Brák

Aðventuhátíðir um allt land

29. nóv. 2024
...Bach á aðventunni í Hallgrímskirkju
Flokkarnir.jpg - mynd

Mikil jákvæðni í svörum flokkana við spurningum Þjóðkirkjunnar

28. nóv. 2024
Frambjóðendur í Alþingiskosningum svöruðu spurningum Þjóðkirkjunnar. Greina má töluverða jákvæðni gagnvart kirkjunni í svörum flokkana. Svör frambjóðenda eru hér birt í heild sinni.
Aðventukrans.jpg - mynd

Katrín Jakobsdóttir á aðventukvöldi

27. nóv. 2024
...í Bústaðakirkju