Aðventu- og jólalög

09. desember 2019

Aðventu- og jólalög

Tónleikar í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur það hlutverk að sjá um kennslu í kirkjutónlist og mennta organista til starfa fyrir söfnuði landsins.

Námsúrval í skólanum er fjölbreytilegt, fjórar námsbrautir alls sem eru kirkjuorganistapróf, kantorspróf, einleiksáfangi og BA-gráða í kirkjutónlist.

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans nú á aðventunni.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. 00. 

Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir.

Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. 00. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónskóli þjóðkirkjunnar


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd - aðrar  kirkjur í Garða- og Saurbæjarprestakalli eru á Akranesi, Leirá og Innra-Hólmi
19
feb.

Tvær ráðnar

Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakall fullskipað
Sr. Agnes talaði við heimilisfólkið á dvalarheimilinu í Ólafsvík
19
feb.

Biskup meðal barna og skólafólks, eldri borgara og bæjarstjórnarmanna

Víða farið um Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall og Setbergsprestakall
Lokalóló.JPG - mynd
18
feb.

Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

Við, undirritaðir biskupar þjóðkirkjunnar, hvetjum dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi á forsendum mannúðar og kærleika.