Konur sem postular og prestar: Fyrstu, síðustu og næstu 100 árin

14. janúar 2020

Konur sem postular og prestar: Fyrstu, síðustu og næstu 100 árin

Á síðasta ári var kona númer eitt hundrað vígð sem prestur innan íslensku þjóðkirkjunnar. Af því tilefni efnir Guðfræðistofnun Háskóla Íslands til málþings um prestvígslu kvenna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins 17. janúar næstkomandi kl. 13:30–16.

Á málþinginu munu fjórir prófessorar við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ leitast við að svara m.a. eftirfarandi spurningum:

    Hver eru helstu rökin með og á móti prestvígslu kvenna?

    Hvers vegna tók það svona langan tíma að vígja fyrstu konuna á Íslandi?

    Hvernig er staðan í stærstu kirkjudeild heims, rómversk-kaþólsku kirkjunni?

    Hefur prestvígsla kvenna breytt þjónustu kirkjunnar?

    Hver er gagnsemi þess að greina á milli kynferðis og kyngervis?

Dagskrá:

    Rúnar M. Þorsteinsson, „Postulinn Júnía á fyrstu öld og kaþólskir kvenprestar á þeirri tuttugustu og fyrstu.“

    Arnfríður Guðmundsdóttir, „Fyrir og eftir prestvígslu kvenna. Löng og ströng leið kvenna til vígðrar þjónustu í evangelísk lútherskri kirkju     á Íslandi.“

Hlé: kaffiveitingar

    Hjalti Hugason - „1974 og hvað svo? Brot úr sögu prestastéttar.“

    Sólveig Anna Bóasdóttir - „Kynferði, kyngervi, kynjalíkön og fleira kynlegt.

Hugleiðingar um mikilvægi kynferðisflokkunar nú sem fyrr!“

Málþingsstjóri: Sr. Aldís Rut Gísladóttir.

Málþingið er opið öllum. Boðið verður upp á veitingar í hléi.

  • Erindi

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut