Útvarpsmessur og morgunbænir

14. janúar 2020

Útvarpsmessur og morgunbænir

Skjágluggi morgunbænar á RÚV - skjáskot

Allir eru sammála um að heimasíður eigi að vera sem aðgengilegastar og þægilegastar fyrir notandann. Í því felst að notandi fái strax gott yfirlit yfir efni síðunnar þegar hann opnar hana. Eins að leitarvél sé í góðu lagi.

Sumar heimasíður eru umfangsmiklar og geyma ótrúlegt magn upplýsinga. Mikilvægt er öllu sé skipað þar vel og skynsamlega niður svo að miklum tíma sé ekki varið í leit. En þó verður notandi að gera sér grein fyrir því að alltaf þarf að verja einhverjum tíma til að ná yfirsýn yfir heimasíðu og átta sig á uppbyggingu hennar.

Nú er búið að stytta leiðina að útvarpsmessum og morgunbænum á vef kirkjunnar, kirkjan.is. Það er gott að kirkjufólk viti að auðvelt sé að hlusta á hvorttveggja á heimasíðu kirkjunnar og það þurfi ekki að fara langar leiðir. Þetta er að sjálfsögðu gert til að bæta þjónustuna.

Útvarpsmessu og morgunbæn má finna undir flipanum Þjónusta á kirkjan.is – smellið á hann!

Þá sprettur þetta upp:

Síðan smellir viðkomandi á Útvarpsmessur og morgunbænir og þá blasir við þessi gluggi:

Nú er bara að velja hvort hlusti skuli á morgunbæn dagsins eða útvarpsguðsþjónustuna með því að smella á annað hvort merkið.

Kirkjan.is óskar notandum góðs gengis!

Guli liturinn er til leiðsagnar.


hsh


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Fræðsla

Ungir verkamenn að störfum við Grensáskirkju
10
júl.

Tími framkvæmda

Mikil hverfisprýði
Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
08
júl.

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Umsóknarfrestur rann út 7. júlí
Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín
08
júl.

Skilyrði rýmkuð

Drengskaparvottorð í stað fæðingarvottorðs