COVID - 19 veira - tilmæli til presta frá biskupi Íslands

1. mars 2020

COVID - 19 veira - tilmæli til presta frá biskupi Íslands

Kæru prestar.

Um heimsbyggðina geisar nú faraldur af völdum COVID-19 veiru sem breiðist hratt út. Af þeim sökum brýni ég fyrir prestum að kynna sér vel leiðbeiningar frá landlækni sem eru á heimsíðu hans landlaeknir.is.

Ég hvet til þess að handspritt verði við kirkjudyr svo kirkjugestir geti notað það þegar þeir koma til kirkju. Prestar fylgi einnig leiðbeiningum varðandi handþvott og sprittþvott áður en þeir ganga til guðsþjónustunnar. Einnig hvet ég til þess að handaband í friðarkveðju og við kirkjudyr í lok messu verði ekki viðhaft. Það verði kynnt í messunum. Varðandi altarisgönguna þá er sérstök þörf á að minna sig á hand- og sprittþvottinn og gæta fyllstu varúðar varðandi snertingu þegar sakramentinu er útdeilt. Ekki er talið óhætt vegna smithættu að allir dýfi brauðinu í vínið í kaleiknum og því síður að allir bergi af sama bikar. Ég bið ykkur að hugleiða þetta og finna í þessu farsæla leið. Mikilvægt er síðan að hreinsa eftir notkun, kaleik, patínu og önnur áhöld sem notuð eru við altarisgönguna með sápu og sótthreinsandi efnum. Kærar kveðjur og blessunaróskir,

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands

  • Biskup

  • Biskup

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut
Sr. Þorvaldur Víðisson

Sr. Þorvaldur skipaður prófastur

18. apr. 2024
...í Reykjavíkurprófastdsdæmi vestra