Yfirlýsing vegna frekari umræðu um þjónustulok sr. Skírnis Garðarssonar

28. apríl 2020

Yfirlýsing vegna frekari umræðu um þjónustulok sr. Skírnis Garðarssonar

Vegna viðtals við Skírni Garðarsson og umfjöllunar um þjónustulok hans í fjölmiðlum er eftirfarandi upplýsingum komið á framfæri.

Misskilnings eða rangfærslna hefur gætt í umfjöllun um mál sr. Skírnis Garðarssonar. Skírnir hefur lokið þjónustu sinni fyrir þjóðkirkjuna vegna brots á trúnaðarskyldu. Réttindi hans í ráðningarsamningi eru hins vegar óbreytt og verða að öllu virt. Umfjöllun um að kirkjan hafi brotið á honum með uppsögn á ráðningarsamningi er því röng.

Skírni var gefinn kostur á að skýra mál sitt frekar sem hann og gerði í bréfi. Þær útskýringar breyttu ekki afstöðu kirkjunnar um að afþakka þjónustu hans.

Skírnir verður sjötugur á haustmánuðum n.k. og þá lýkur hans ráðningarsambandi við þjóðkirkjuna.

Þá er rangt að Skírni hafi áður verið vikið úr starfi. Hann var færður til í starfi árið 2016 að eigin ósk með gagnkvæmum samningi.

Til presta leitar fólk með alla flóru mannlegra tilfinninga, í erfiðum og viðkvæmum aðstæðum, í gleði eða dimmum dal sorgar. Trúnaðarskylda presta er algild, nema hvar lögin segja annað.

Afstaða biskups er skýr. Kirkja fólksins, þjóðkirkjan, er staður þar sem fólk nýtur skjóls, trúnaðar og virðingar.

Hafi, í gegnum tíðina, skort á fumleysi og ákveðni af þjóðkirkjunnar hálfu gagnvart brotum presta gegn fólki sem myndar kirkjuna og nýtir hana, er þeim tíma lokið.


  • Biskup

  • Útgáfa

  • Biskup

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi