Nýr sendiráðsprestur

18. maí 2020

Nýr sendiráðsprestur

Sr. Sigfús Kristjánsson, nýráðinn sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf sendiráðsprests í Kaupmannahöfn laust til umsóknar og rann umsóknarfresturinn út á miðnætti þann 2. apríl.

Fjórir prestar sóttu um starfið.

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur sem staðgengill biskup Íslands, ráðið sr. Sigfús Kristjánsson í starfið á grundvelli umsagnar matsnefndar.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

Nýi sendiráðspresturinn Sr. Sigfús er fæddur í Reykjavík 1975 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2001. Hann lauk meistaraprófi í guðfræði á sviði sálgæslufræða 2012. Þá hefur hann sótt fjölda námskeiða á sviði sálgæslufræða, áfalla- og hópslysafræða. Hann hefur verið mjög virkur í starfi skátahreyfingarinnar og starfaði að æskulýðsmálum í Seltjarnarnessókn jafnhliða námi. Hann var vígður árið 2002 til Hjallaprestakalls í Kópavogi og lét af störfum þar árið 2017. Sr. Sigfús var formaður Prestafélags Suðvesturlands 2007-2015. Hann var skipaður verkefnastjóri fræðsludeildar Biskupsstofu árið 2017 og ári síðar sviðsstjóri Fræðslu- og kærleiksþjónustusviðs Biskupsstofu. Kona sr. Sigfúsar er Arndís Th. Friðriksdóttur, sérkennari, og eiga þau tvær dætur.

Starf sendiráðsprests er eitt af störfum sérþjónustupresta þjóðkirkjunnar og lýtur tilsjónar prófasts Reykjavíkurprófastdæmis vestra.

hsh

 

  • Menning

  • Prestar og djáknar

  • Safnaðarstarf

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Frétt

Siglufjarðarkirkja - bekkir verða vel setnir í dag þegar nýja hljóðkerfið verður tekið í notkun
31
maí

Vegleg gjöf

Tvöföld hátíð
Hvítasunnudagur.jpg - mynd
31
maí

Gleðilegan hvítasunnudag!

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er...
Lágafellskirkja - á morgun verða þar þrjár fermingarguðsþjónustur
30
maí

Helgihald tekur kipp

Allt er að koma til baka