Tónskóli þjóðkirkjunnar flytur

13. júní 2020

Tónskóli þjóðkirkjunnar flytur

Frá undirritun leigusamnings við Hjallakirkju

Nú stendur yfir flutningur Tónskóla þjóðkirkjunnar úr Grensáskirkju og yfir í Hjallakirkju í Kópavogi. 

Kennsluaðstaða í Hjallakirkju er mjög góð og þar verður gott aðgengi að bókasafni og bókakosti skólans. Einn af kennurum skólans, Lára Bryndís Eggertsdóttir, er organisti í Hallakirkju.

Stjórnsýsla skólans mun hins vegar flytjast fyrst um sinn í húsnæði Biskupsstofu í Katrínartúni 4.

Skólastjórinn, Björn Steinar Sólbergsson, og Laufey Helga Geirsdóttir, ritari skólans og einn af kennurum hans, standa um þessar mundir í ströngu, og fylla hvern kassann á fætur öðrum. Kostur við að flytja er sá að þá er líka tekið til.

Tónskólinn hefur verið um árabil í Grensáskirkju en þangað flutti hann úr Sölvhólsgötu. 

„Ég er mjög ánægður með aðstöðuna í Hjallakirkju - fallegt og bjart húsnæði,“ sagði Björn Steinar við tíðindamann kirkjunnar.

Myndin með fréttinni var tekin þegar leigusamningur við Hjallakirkju var undirritaður s.l. miðvikudag - frá vinstri: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Guðmundur Þór Guðmundsson, skrifstofustjóri Biskupsstofu, Andrés Jónsson, formaður sóknarnefndar Hjallakirkju og Björn Steinar Sólbergsson, skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar. Myndina tók Ragnhildur Benediktsdóttir. 

Mikilvægur skóli Tónskóli þjóðkirkjunnar verður áttatíu ára á næsta ári en hann var stofnaður árið 1941 af þáverandi söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, Sigurði Birkis. Þá hét skólinn Söngskóli þjóðkirkjunnar en þegar dr. Róbert Abraham Ottósson, varð söngmálastjóri, breytti hann nafni skólans í Tónskóla þjóðkirkjunnar. Skólinn hefur ætíð verið í nánum samskiptum við söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, þannig var til dæmis dr. Róbert yfirmaður skólans. Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, var einnig skólastjóri Tónskólans og sömuleiðis Glúmur Gylfason, sem leysti Hauk af í eitt ár. Síðan varð skólastjórastarfið sérstakt starf og þá var Kristinn Örn Kristinsson ráðinn í það. Þegar hann hætti árið 2007 tók núverandi skólastjóri við, Björn Steinar Sólbergsson, kantor.

Tónskóli þjóðkirkjunnar

hsh


Tónskólinn flytur - bananakassar bjarga öllum flutningum


  • Menning

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Frétt

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa í Háteigskirkju í Reykjavík

Forstöðustarf laust

29. sep. 2020
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar - 11. október
Hausthátíð Breiðholtskirkju, frá vinstri: Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, Steinunn Leifsdóttir, sóknarnefndarkona, og sr. Magnús Björn Björnsson

Hausthátíð í Breiðholti tókst vel

28. sep. 2020
...sígilt barnastarf
Fremsta röð frá vinstri: sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sr. Elínborg Sturludóttir og þá sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason, og sr. Arnfríður Guðmundsdóttir

Prestsvígsla

27. sep. 2020
sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir