Friðlýstar kirkjur

19. júní 2020

Friðlýstar kirkjur

Merki Minjastofnunar Íslands

Fyrir nokkru var úthutað úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar Íslands fyrir árið 2020.

Alls sóttu 283 aðilar um styrk en 228 hlutu styrk. Úthlutað var 304.000.000 en sótt var um rétt rúmlega einn milljarð króna.

Hæstu styrkirnir til kirkna eru til Hofskirkju á Höfðaströnd og Silfrastaðakirkju í Skagafirði, kr. 5.000.000.

Friðlýstar kirkjur fengu alls kr. 67.200.000 úr sjóðnum. Hér má sjá lista yfir þær og eru upphæðir í þúsundum króna

Friðlýstar kirkjur
Áskirkja, Fellum, 701 Egilsstöðum 1.900
Beruneskirkja, 766 Djúpavogi 400
Bænhúsið í Furufirði , 401 Ísafirði 200
Dómkirkjan í Reykjavík, 101 Reykjavík 1.000
Eiðakirkja, 701 Egilsstöðum 1.600
Eyrarbakkakirkja, 820 Eyrarbakka 2.000
Eyrarkirkja, Seyðisfirði, 420 Súðavík 1.700
Fáskrúðfjarðarkirkja, 750 Fáskrúðsfirði 800
Fellskirkja, 566 Hofsósi 1.300
Grenivíkurkirkja, 610 Grenivík 1.600
Grundarkirkja, 601 Akureyri 3.000
Hofskirkja, Höfðaströnd, 566 Hofsósi 5.000
Hofskirkja í Álftafirði, 765 Djúpavogi 1.200
Hofteigskirkja, 701 Egilsstöðum 1.500
Holtastaðakirkja, 541 Blönduósi 4.300
Hrafnseyrarkirkja, 466 Bíldudal 1.700
Hvalsneskirkja, 245 Reykjanesbæ 2.500
Hvanneyrarkirkja, 311 Borgarnesi 400
Kaldrananeskirkja, 510 Hólmavík 1.200
Keldnakirkja, 851 Hellu 2.000
Kirkjubæjarkirkja, 701 Egilsstöðum 600
Kirkjuvogskirkja, 233 Reykjanesbæ 1.700
Klyppsstaðakirkja, 720 Borgarfirði eystri 2.400
Kolfreyjustaðarkirkja, 750 Fáskrúðsfirði 500
Krosskirkja, 861 Hvolsvelli 3.500
Laugarneskirkja, 105 Reykjavík 4.000
Lögmannshlíðarkirkja, 603 Akureyri 800
Minjasafnskirkjan Akureyri, 600 Akureyri 900
Möðruvallaklausturskirkja, 604 Akureyri 700
Ólafsvallakirkja, 804 Selfossi 1.500
Reykjakirkja, 560 Varmahlíð 200
Sauðaneskirkja, 681 Þórshöfn 1.400
Saurbæjarkirkja, 116 Reykjavík 1.000
Selárdalskirkja, 465 Bíldudal 500
Silfrastaðakirkja, 561 Varmahlíð 5.000
Skálholtsdómkirkja, 806 Selfossi 2.000
Staðarkirkja, Steingrímsfirði, 510 Hólmavík 200
Stóra-Núpskirkja, 804 Selfossi 1.600
Svalbarðskirkja, 681 Þórshöfn 2.100
Tjarnarkirkja, 621 Dalvík 100
Urðakirkja, 621 Dalvík 700
Þingeyraklausturskirkja, 541 Blönduósi 500
                                                SAMTALS 67. 200

En sagan er ekki öll. Nýlega voru veittar úr ríkissjóði 100 milljónir króna í húsafriðunarsjóð vegna Covid-faraldursins. Þetta var viðbótarframlag sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum þar sem efnahagslegs samdráttar mun sennilega gæta mest vegna faraldursins. Viðbótarframlaginu var skipt milli 36 verkefna og þar voru þessar friðlýst kirkjur:

Viðbótarframlag
Kirkjuvogskirkja, Kirkjuvogur 400 
Hrafnseyrarkirkja Hrafnseyri, Ísafjarðarbær 270
Eyrarkirkja, Eyri við Seyðisfjörð, Súðavíkurhreppur 1.000
Kaldrananeskirkja Kaldrananesi, Kaldrananeshreppur 1.500
Holtastaðakirkja Holtastaðir, Blönduósbær 1.800
Grundarkirkja Eyjafirði, Eyjafjarðarsveit 2.500
Gamla kirkjan á Djúpavogi, Djúpavogshreppur 1.500
Eyrarbakkakirkja Búðarstígur 2, Árborg 2.000
Krosskirkja, Rangárþing eystra 1.230

Flestir styrkirnir eru hækkun á áður veittum styrk, en einn styrkjanna er til verkefnis sem ekki var unnt að styrkja í fyrri úthlutun úr sjóðnum, en var engu að síður talið mjög verðug verkefni.

Svo dæmi sé tekið. Kaldrananeskirkja er sóknarkirkja - hún fær kr. 1.500.000. Kirkjan stendur við sunnanverðan Bjarnarfjörð á Ströndum. Það er fámenn sókn, fjórtán gjaldendur.

Kirkjan.is hafði samband við prófast þeirra Vestfirðinga, sr. Magnús Erlingsson, og sagði hann að hafist hafi verið handa við að gera kirkjuna upp fyrir nokkrum árum. „Það þurfti að skipta um og endurnýja timbur,“ sagði sr. Magnús. „Þegar ég kom við í Kaldrananesi sumarið 2014 var kirkjan einmitt full af timbri.“ En endurnýjun gamallar kirkju er fjárfrek og það vantaði fé til að ljúka verkinu. Styrkur frá Minjastofnun gerir mönnum kleift að halda verkinu áfram. Nokkrar endurbætur fóru fram á kirkjunni 1970.

Menningarverðmæti Kaldrananeskirkja var byggð árið 1851 og er næstelsta hús Strandasýslu. Turn var settur á kirkjuna árið 1888 og ýmislegt endurnýjað. Prédikunarstóll er frá 1787. Söfnuðurinn eignaðist kirkjuna árið 1950 en áður var hún bændakirkja. Hún á góða gripi og sögulega, eins og altaristöflu, kaleik og patínu. Tvær klukkur á kirkjan og á annarri er ártalið 1798.

Hafa verður samráð við Minjastofnun Íslands um þær framkvæmdir sem styrkir eru veittir til hverju sinni áður en þær hefjast. Úthlutun styrks jafngildir ekki sjálfkrafa samþykki á því hvernig verkið verður unnið.

Sjá nánar á vef Minjastofnunar Íslands hér.

hsh

  • Menning

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Frétt

Græna stúdíóið - frá vinstri: Bjarni Gíslason, Einar Karl Haraldsson, dr. Sigurður Árni Þórðarson, og sr. Elínborg Sturludóttir

Græna stúdíóið og vatnið

29. sep. 2020
...vatn er lífsréttur
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa í Háteigskirkju í Reykjavík

Forstöðustarf laust

29. sep. 2020
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar - 11. október
Hausthátíð Breiðholtskirkju, frá vinstri: Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, Steinunn Leifsdóttir, sóknarnefndarkona, og sr. Magnús Björn Björnsson

Hausthátíð í Breiðholti tókst vel

28. sep. 2020
...sígilt barnastarf