Starf upplýsingafræðings laust

26. júní 2020

Starf upplýsingafræðings laust

Upplýsingafræðingur - áður bókasafns- og upplýsingafræðingur

Þjóðkirkjan – Biskupsstofa leitar að öflugum upplýsingafræðingi í fjölbreytt og krefjandi starf á skrifstofu sína í Reykjavík. Um er að ræða fullt starf, tímabundið í 6 mánuði, með möguleika á fastráðningu. Miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gengið hefur verið frá ráðningu.

Umsóknarfrestur er til 10. júlí - sjá nánar hér.

Þekking og hæfni
Háskólamenntun á sviði upplýsingafræða (áður bókasafns- og upplýsingafræði)
Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði
Þekking og reynsla af skjalastjórnarkerfum er nauðsynleg
Þekking á CoreData æskileg
Leyfi til skráningar í Gegni er kostur
Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði.
Kunnátta í norðurlandamáli er æskileg
Helstu verkefni
Skráning, varðveisla og miðlun skjala
Frágangur skjala og eftirfylgni með skráningu
Upplýsingagjöf og notendaaðstoð
Þátttaka í þróun verklagsreglna

Biskupsstofa er skrifstofa biskups Íslands, sem annast starfsmannahald vegna presta þjóðkirkjunnar og stuðningur veittur í starfsmannamálum í sóknum, stofnunum og prófastsdæmum.

Vakin er athygli á breyttri réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, en skv. Viðbótarsamningi milli íslenska ríkisins og Þjóðkirkjunnar frá 6. september 2019 eru starfsmenn Þjóðkirkjunnar – Biskupsstofu ekki lengur opinberir starfsmenn, heldur starfsmenn á almennum vinnumarkaði.

Jafnframt er athygli vakin á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.

hsh

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Umsókn

  • Auglýsing

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir bakvið kórskil í kirkjunni
02
ágú.

Lifandi kirkja í safni

...ilmar öll af viði og tjöru
Hólahátið 2020 felld niður
01
ágú.

Hólahátíð fellur niður

En messan tekin upp og útvarpað
Guðni Einarsson og steindir gluggar í Suðureyrarkirkju
31
júl.

Fólkið í kirkjunni: List og kirkja

Guðni á Suðureyri vakir yfir kirkjunni