Laust starf - öflugur bókari

8. ágúst 2020

Laust starf - öflugur bókari

Þjóðkirkjan – Biskupstofa leitar eftir öflugum bókara til starfa í fjölbreytt og krefjandi starf á fjármálasvið skrifstofu sinnar í Reykjavík.

Um er að ræða fullt starf og er miðað við að viðkomandi hefji störf sem fyrst en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að gengið hefur verið frá ráðningu.

Starfssvið:

Viðkomandi kemur til með að starfa í teymi starfsmanna á fjármálasviði skrifstofunnar og munu verkefni viðkomandi verða fjölbreytt og margþætt og reynir mikið á skipulagshæfni og samskiptahæfileika.

Verkefni, þekking og hæfni

Helstu verkefni:

• Yfirumsjón með fjárhagsbókhaldi, viðskiptamannabókhaldi og lánardrottnabókhaldi
• Færsla bókhalds, afstemmingar og leiðréttingar
• Árs- og árshlutauppgjör
• Samskipti við stofnanir
• Upplýsingagjöf og skýrslugerð
• Önnur tengd verkefni

Þekking og hæfni:

• Mjög góð reynsla af bókhaldi, afstemmingum og uppgjörsvinnu almennt 
• Mjög góð reynsla af Navision bókhaldskerfi
• Reynsla og þekking á bókhaldstengingum undir- og yfirkerfa
• Góð Excel kunnátta
• Mikil nákvæmni
• Frumkvæði, skipulag og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Sveigjanleiki til að taka að sér ýmis tilfallandi verkefni

Umsóknarfrestur um starfið er til miðnættis mánudaginn 24. ágúst 2020.

Sækja ber rafrænt um starfið hér á vefnum.

Umsækjendur þurfa að gera skriflega grein fyrir persónulegum upplýsingum, menntun sinni, starfsferli, samskiptahæfileikum og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini. Einnig skal fylgja staðfesting á annarri menntun og þjálfun eftir atvikum.

Vakin er athygli á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og eru bæði kynin hvött til að sækja um starfið.

/hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Umsókn

  • Auglýsing

Girnilegar danskar pylsur

Pylsur trekkja

01. okt. 2020
...leið til fólks gegnum magann?
Þorláksbúð í Skálholti

Fjölgar á grænni leið

30. sep. 2020
Örþing í Skálholti 2. október
Græna stúdíóið - frá vinstri: Bjarni Gíslason, Einar Karl Haraldsson, dr. Sigurður Árni Þórðarson, og sr. Elínborg Sturludóttir

Græna stúdíóið og vatnið

29. sep. 2020
...vatn er lífsréttur