Græna stúdíóið komið í loftið

7. september 2020

Græna stúdíóið komið í loftið

Við Grafarvogskirkju - sá söfnuður er grænn

September er grænn mánuður hjá kirkjunni og af því tilefni er margt á döfinni.

Eitt af því er Græna stúdíóið – það er hlaðvarp – og þar má hlusta á þætti þar sem fjallað er um umhverfismálin frá ýmsum hliðum.

Í fyrsta þættinum ræðir hinn margreyndi fjölmiðlamaður, Einar Karl Haraldsson, við þau sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Halldór Reynisson og sr. Hildi Björku Hörpudóttur. Nýir þættir verða vikulega.

Tímabil sköpunarverksins stendur nú yfir í þjóðkirkjunni frá byrjun þessa mánaðar og til 8. október.

Skírnarskógar og fleira
Skírnarskógaverkefninu var hrundið af stað með formlegum hætti á augardaginn 5. september með athöfn í Skálholti. Síðan skýrist hvernig framkvæmdin á þeirri snjöllu hugmynd um að gróðursetja trjáplöntu fyrir hvern skírðan einstakling verður með tilliti til skírðra um landið allt. Hvar á að setja niður trjáplöntu fyrir þau sem skírð eru á Raufarhöfn? Reykjavík? Suður með sjó, fyrir austan og vestan? Þetta verður spennandi.

Og fleira stendur til. Helgun lands til kolefnisjöfnunar, skógrækt, uppgræðsla og endurheimt votlendis á kirkjujörðum - kirkjuþing tekur það síðastnefnda fyrir nú á fundum sínumen þeir hefjast núna á fimmtudaginn.

Þó orð séu til alls fyrst þá eru þau bragðdauf þar til efndir verða. Nú er komið að þeim.

Síðan en ekki síst verður í byrjun októbermánaðar fjöltrúarleg heimsráðstefna, netráðstefna, sem stjórnað verður frá Skálholti. Nánar verður fjallað um hana hér á kirkjan.is síðar.

Græna stúdíóið  er tekið upp í Kompunni, hlaðvarpsstúdíói Borgarbókasafnsins, hjá Inga Þórissyni tæknimanni.

Hlusta má á þættina á heimasíðunni kirkjan.is og á Facebooksíðu kirkjunnar.

Fylgist með!

hsh


Græna stúdíóið á fullu - frá vinstri: sr. Halldór, Einar Karl, sr. Hildur Björk og sr. Axel

  • Guðfræði

  • Menning

  • Nýjung

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Græna stúdíóið - frá vinstri: Bjarni Gíslason, Einar Karl Haraldsson, dr. Sigurður Árni Þórðarson, og sr. Elínborg Sturludóttir

Græna stúdíóið og vatnið

29. sep. 2020
...vatn er lífsréttur
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er til húsa í Háteigskirkju í Reykjavík

Forstöðustarf laust

29. sep. 2020
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar - 11. október
Hausthátíð Breiðholtskirkju, frá vinstri: Steinunn Þorbergsdóttir, djákni, Steinunn Leifsdóttir, sóknarnefndarkona, og sr. Magnús Björn Björnsson

Hausthátíð í Breiðholti tókst vel

28. sep. 2020
...sígilt barnastarf