Græna stúdóið aldrei grænna

19. september 2020

Græna stúdóið aldrei grænna

Græna stúdíóið - frá vinstri: Páll Ásgeir Davíðsson, Einar Karl Haraldsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Þá er það þriðji þáttur Græna stúdíósins á Tímabili sköpunarverksins sem gengur hér í hlað á kirkjan.is. 

Það er sem fyrr Einar Karl Haraldsson sem er umræðustjóri og fær að borðinu þá Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Pál
Ásgeir Davíðsson, verkefnisstjóra Skálholts 2, til að taka stöðuna í málum dagsins.

Í þættinum er fjallað um aðdraganda, framkvæmd og hugsanlega niðurstöðu og eftirfylgd ráðstefnunnar Faith for Earth – Multi-Faith Action (Fjöltrúarlegar aðgerðir í þágu jarðar) sem haldin verður í Skálholti dagana 5. – 8. október næstkomandi.

„Ég fékk trú á þessu verkefni“, segir Guðmundur Ingi m.a. Það er einmitt vegna þess að þegar í upphafi er gert ráð fyrir að afrakstur ráðstefnunnar verði borinn upp á 5. Umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna á næsta ári og miðað við að skapa stuðning við að virkja trúarsamtök um allan heim í bandalag undir væng Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna til þess að tryggja framgang heimsmarkmiðanna.

Þegar hafa á fjórða hundrað af fimm hundruð boðsgestum úr öllum heimshornum skráð sig til ráðstefnunnar sem fer fram á netinu og haldið er utan um í Skálholti.

Í þættinum kemur fram að kirkjur – trúfélög – eru mjög áhrifamiklar stofnanir í heiminum þegar kemur að umhverfismálum og mikilvægt að nýta þann slagkraft þeim málaflokki til heilla. Sumar kirkjur, eins og sænska þjóðkirkjan, eigi mikið skóglendi, eins enska kirkjan. Það skipti málið hvernig þær fara með þessar náttúrueignir sínar þegar horft er út frá sjónarhorni umhverfismála. Margar kirkjudeildir eiga sömuleiðis öfluga sjóði og það skiptir máli hvernig þær fjárfesta og mikilvægt er að hvetja þær til nýta auð sinn á umhverfisvænan hátt.

Guðmundur Ingi segir að með þessu verkefni sé reynt að ná fólki saman um þá grunnhugmynd að efla vinnu allra þjóða og þar með hvetja almenning til að leggjast á eitt til þess að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. „Það skiptir gríðarlegu máli,“ segir hann.

Hverjum er boðið? Páll Ásgeir segir að það sé áhugaverð samstaða út um allan heim. Þau sem hafa nú þegar skráð sig koma úr öllum áttum. Bæði svokallaðir þungavigtaaðilar og svo hinn almenni maður – sem er sennilega þegar öllu er á botninn hvolft ekki minni þungavigtaaðili!

Páll Ásgeir segir skemmtilega frá því hvernig nálgun ólíkra trúarbragða sé þegar kemur að sambandi manns og náttúru. Í þeim öllum er eitthvað að finna um það sjónarhorn, ábyrgð mannsins og hlutverk, helgi lífsins og náttúrunnar. 

Heimasíða ráðstefnunnar.

Hafi lesendur ekki hlustað á fyrri þætti Græna stúdíósins þá eru þeir hér fyrir neðan: 

Fyrsti þáttur. VIðmælendur Einars Karls Haraldssonar eru þau sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Hallór Reynisson og sr. Hildur Björk Hörpudóttir.

Annar þátturVIðmælendur Einars Karls Haraldssonar eru þau sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.

ekh/hsh


  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Frétt

Þegar barn er skírt er nafn þess gjarnan nefnt upphátt í fyrsta sinn - en skírn er þó ekki nafngjöf - skírnarfontur í Grindavíkurkirkju eftir Ásmund Sveinsson, Guðsteinn Eyjólfsson frá Krosshúsum gaf

Vinsælustu nöfnin 2020

21. jan. 2021
...hvar eru Jón og Guðrún?
Frá Indlandi - kristið fólk er ofsótt þar - skjáskot: Kristeligt Dagblad

Ofsóknir hafa aukist

20. jan. 2021
...kórónuveiran skálkaskjól
Kirkja í Færeyjum - Saksun - vígð 1858

Kórónuveiran í Færeyjum

19. jan. 2021
...rætt við Færeyjabiskup