Faith for nature - fjórði og síðasti dagurinn

8. október 2020

Faith for nature - fjórði og síðasti dagurinn

Fjórðir og jafnframt síðasti dagur ráðstefnunnar Faith for nature fer fram í dag. Við lok ráðstefnudagsins verður lögð sameiginleg yfirlýsing ráðstefnunnar, sem samanstendur af helstu og fjölmennustu trúarbrögðum heims, um sameiginlega sýn og samstillta aðgerðaráætlun.

Trúarsamfélög um heim allan eru mikilvægir gerendur í þeirri djúpstæðu umbreytingu sem verða þarf til þess að forða yfirvofandi loftslagsvá og mæta öðrum áskorunum í umhverfismálum. Andleg gildi móta lífshætti meira en 80% jarðarbúa. Meira en helmingur allra skóla í heiminum er rekinn af trúfélögum. Til samans framleiða trúfélög fleiri rit og bækur en nokkur annar aðili og teljast þriðji stærsti hópur fjárfesta í heiminum.

Ráðstefnan hefur það markmið að sameina ólíkar trúarstofnanir, lífskoðunarfélög og trúarbrögð um heim allan til aðgerða sem tryggt geta heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna framgang. Stofnun bandalags um trú í þágu jarðar innan vébanda Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. Faith for Earth Coalition) verður meðal umfjöllunarefna á ráðstefnunni.

Ólafur Ragnar Grímsson mun ávarpa ráðstefnuna undir lokin frá Skálholti. Þá verður biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, með fararorð. Hægt er ná viðtali við Ólaf og Agnesi í Skálholti á eftir.

Hér verður hægt að fylgjast með ráðstefnunnar í streymi; https://faithfornature.org/live-stream/

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Ráðstefna

Minningarstund var í Flateyrarkirkju í gærkvöldi

Minningarathöfn á Flateyri

27. okt. 2020
...falleg og virðuleg
Þótt kirkjubekkir séu auðir um stund fylgist fjöldi fólks með helgihaldi gegnum streymiskirkjuna á netinu og nýtur þess

Streymiskirkja í vetrarbyrjun

26. okt. 2020
Sjáið bara!
Ekið um Dýrafjarðargöng og þau blessuð (skjáskot)

Frumleg og einstök blessun

26. okt. 2020
Dýrafjarðargöng opnuð