Jóladagatal að austan

2. desember 2020

Jóladagatal að austan

Austfirðingar leggja sitt af mörkum - skjáskot

Það er kraftur í jóladagatalagerð kirkjunnar og fjölbreytni þeirra er mikil. Þrjú prófastsdæmi hafa sent frá sér jóladagatal, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmin, Kjalarnessprófastsdæmi og nú Austurlandsprófastsdæmi.

Ljóst er að grasrót kirkjunnar er öflug og þar er engan uppgjafatón að heyra þótt kórónuveiran trufli starf kirkjunnar eins og margt annað í samfélaginu. Grasrótin finnur sér alltaf nýjar leiðir og hugvæmnin er mikil. 

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir, prófastur í Austurlandsprófastsdæmi, mætir áhorfanda í fyrsta glugga og segir aðeins frá dagatalinu. Hún segir það vera andlegt ferðalag fyrir sálina og að dagatalinu standi prestar á Austurlandi og fleiri. Heiðurinn að uppsetningu þess á Berglind Hönnudóttir en hún er starfsmaður prófastsdæmisins.

Lagið sem er flutt í byrjun er eftir Sigríði Laufeyju Sigurjónsdóttur og það er barnakór Hjaltastaðarkirkju sem flytur. Takið og eftir boðskapnum í hinni fallegu og stuttu sögu sem prófasturinn segir í lokin þar sem fjallað er um hvað eitt snjókorn er þungt.

Síðan rekur hver dagurinn annan eins og vera ber í jóladagatali og gaman verður að fylgjast með því.

Í öðrum glugga, 2. desember, er það sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem heldur utan um stundina - og Berglind Ósk Agnarsdóttir sér um tónlistina. 

Jóladagatal Austfirðinga er birt á austurkirkjan.is, Facebókarsíðum kirknanna í prófastsdæminu, presta og starfsfólks - og eflaust fleiri.

hsh


  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Tónlist

  • Trúin

  • Covid-19

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut