Streymt og streymt

14. desember 2020

Streymt og streymt

Aðventustund í Hofskirkju í Skagastrandaprestakalli - frá vinstri: Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, Vanessa, og Sólveig Erla Baldvinsdóttir - skjáskot

Þriðji sunnudagur í aðventu var liflegur í streymi eins og við var að búast. Það eru mikið til sömu prestaköllin (prestar, djáknar, sóknarbörn og starfsfólk sóknanna) sem streyma reglulega margvíslegu efni. 

Stundirnar sem renna má augum yfir hér að neðan eru nú 40 að tölu. Jóladagatalastundir eru ekki með þó ein og ein slæðist með. Mikil gróska er í jóladagatalagerð safnaðanna og margt athyglisvert að sjá þar og heyra.  

Þetta er ekki tæmandi upptalning á kirkjustreymi né kirkjustundum í öðru formi. Allar ábendingar um ógetið streymi um helgina eru vel þegnar. Eins og oft áður er ekki hægt að fella hér inn streymi frá sumum kirkjum beint í mynd og er þar um einhver tæknileg atriði sem þær þyrftu að huga að á Facebókarsíðum sínum eða að láta frettir@kirkjan.is vita hvernig skuli bera sig við það.

Í Seljakirkju fór fram guðsþjónusta sem var útvarpað og sjónvarpað. Og helgistund fyrir syrgjendur fór fram fór fram í Grafarvogskirkju.

Streymiskirkjan
Seltjarnarneskirkja, Árbæjarkirkja, Setbergsprestakall, Garða- og Saurbæjarprestakall, Guðríðarkirkja, Fella- og Hólakirkja, Breiðholtskirkja, Keflavíkurkirkja, Háteigskirkja, Áskirkja, Patreksfjarðarprestakall, Þingeyrarprestakall, Landakirkja, Þjóðkirkjan á norðausturlandi (sunnudagaskóli), og aðventustund frá Munkaþverárkirkju, Hóladómkirkja, Skútustaðaprestakall, Bjarnarnesprestakall, Selfosskirkja, Aðventustund í Austfjarðaprestakalli, Skálholtsdómkirkja - aðventustund, Þorlákshafnarprestakall, Seljakirkja, Digraneskirkja/Hjallakirkja, Hveragerðisprestakall, Lindakirkja, sr. Karl Sigurbjörnsson, Aðventustund í Valþjófsstaðakirkju, Alþjóðlegi söfnuðurinn, Skagastrandarprestakall, Kópavogskirkja, Vídalínskirkja (rafrænt jólaball), Vídalínskirkja (helgistund), Víðistaðakirkja, Fossvogsprestakall: Bústaðaprestakirkja, Grensáskirkja; Neskirkja, fangaprestur þjóðkirkjunnar, Hvammstangakirkja

Spennandi verður að sjá næsta sunnudag hvort bætist í sarpinn en þá er sá fjórði í aðventu.

hsh

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

https://videopress.com/v/ontkPOnG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Frétt

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta