Þrettán verkefni styrkt

21. desember 2020

Þrettán verkefni styrkt

Styrkjaúthlutun er vandaverk og mörg eru sjónarhornin – þetta er sjónarhorn til orgels í Skálholtsdómkirkju – eitt af mörgum

Úhlutað var styrkjum úr Tónmenntasjóði kirkjunnar nú í desember. Kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir formlega athöfn þar sem niðurstaða hefði verið kynnt eins og venja hefur verið. 

Þetta var síðasta úthlutun sjóðsins, sem verður nú lagður niður, en annar sjóður stofnaður í hans stað í upphafi nýs árs. Sá sjóður mun hafa víðtækan tilgang til að efla kirkjutónlist og er samstarfsverkefni STEF‘s, þjóðkirkjunnar og kristinna kirkjudeilda sem greiða réttindagjöld fyrir afnot af tónlist í helgihaldi sínu. Hinn nýi sjóður mun sennilega heita Tónlistarsjóður þjóðkirkjunnar og STEF´s og er þess vænst að hann verði mun öflugri en hinn eldri sjóður. 

Í ár bárust 35 umsóknir um styrki. Úthlutað var 3,3 milljónum króna til þrettán verkefna.

Styrkþegar og verkefni þeirra:
1. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Nótnasetning og útgáfa á jólasöngleiknum „Stjarnan í austri,“ eftir norska söngvaskáldið Geirr Lystrup. Aðalsteinn Ásberg hefur þýtt söngtextana.
2. Agent Fresco: Plötuútgáfa hljómsveitarinnar á verkum fyrir rokkhljómsveit, orgel og hljómrými Hallgrímskirkju
3. Auður Guðjohnsen: Hljóðritun á kirkjulegum kórverkum Auðar.
4. Björgvin Þ. Valdimarsson: Útgáfa nótnabókar með jólalögum Björgvins.
5. Finnur Karlsson: Jólalag samið fyrir barnakór íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn
6. Helgi Rafn Ingvarsson og Guðný Einarsdóttir: Útgáfa jólaplötu, Harmoníum jól, m.a. með nýju lagi Helga Rafns í flutningi Kordíu, kórs Háteigskirkju
7. Hljómeyki: Pöntun tónverks, Syngið Drottni nýjan söng, hjá Báru Grímsdóttur til flutnings í Skálholti 2021
8. Hreiðar Ingi Þorsteinsson og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð: Pöntun á 5 örtónverkum fyrir kórinn, við trúarljóð Matthíasar Johannessen hjá Elínu Gunnlaugsdóttur
9. Listvinafélag Hallgrímskirkju: Óratoría út frá guðspjalli Maríu Magdalenu, pöntun verksins hjá Huga Guðmundssyni, tónskáldi
10. Lýður Árnason: Popsöngleikur um píslarsögu Krists. Útsetningar og nótnasetning á kórköflum til hljóðritunar.
11. Þórunn Gréta Sigurðardóttir og Davíð Þór Jónsson: Tónverk við trúarljóð Davíðs Þórs „Allt uns festing brestur“.
12. Vigdís Linda Jack: Sálmakynning á netinu. Hljóðritun söngkvartetts og orgels á sálmum sálmabókar.
13. Örn Ýmir Arason: Tónverk og dansverkið Skuggsjá, samið fyrir orgel og danshóp.

Stjórn Tónmenntasjóðs kirkjunnar skipa þau:

Hildigunnur Rúnarsdóttir, fulltrúi STEF´s
Hrafn Andrés Harðarson, fulltrúi RSÍ
Margrét Bóasdóttir, fulltrúi Menntamálaráðuneytis.

hsh


  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • List og kirkja

Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta