Sálmar hafa áhrif

23. apríl 2021

Sálmar hafa áhrif

Stutt er á milli Listasafns Einars Jónssonar og Hallgrímskirkju - og kannski enn styttra í „Ljóðlist yfir tímans haf“. Mynd: hsh

Listvinafélag Hallgrímskirkju er öflugt og skapandi. Það var stofnað 1982 og markmið þess var að efla listalíf við Hallgrímskirkju. Það tókst og nú er meginverkefni félgsins að standa við bakið á hinu glæsilega og frjóa listalífi sem félagið lagði grunn að. Þar er listrænn metnaður í hávegum hafður enda fylla vandaðir listviðburðir félagsins kirkjuna af lífi og list. Og fylla ekki bara kirkjuna heldur og menningarhús í túnfæti kirkjunnar - eins og Hnitbjörg

Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir ljóðadagskrá í Listasafni Einars Jónssonar (húsið heitir Hnitbjörg) á morgun og hefst hún klukkan 16.00. Dagskráin ber heitið Ljóðlist yfir tímans haf.

Skáldin
Þau skáld sem koma fram eru Arngunnur Árnadóttir, Fríða Ísberg  og Ægir Þór Jähnke. Ljóðin sem þau flytja kallast á við sálmaskáld frá fyrri öldum og eru ort undir áhrifum þeirra. Ljóðin eru nýbökuð úr ljóðasmiðju þeirra, sérstaklega ort af þessu tilefni. Skáldin munu fara nokkrum orðum um hvernig áhrif frá eldri skáldskap hafa komið til þeirra.

Milli dagskráratriða leikur Björg Brjánsdóttir, flautuleikari, einleik en umsjón með dagskránni hefur ljóðskáldið og tónlistarmaðurinn Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.

Dagskráin verður í græna salnum, niðri, í Listasafni Einars Jónssonar. Allar sóttvarnarreglur eru að sjálfsögðu virtar vel. Sæti eru númeruð og hægt er að panta þau með því að skrá sig fyrir fram með nafni og símanúmeri á list@hallgrimskirkja.is og verður þá sæti tekið frá fyrir viðkomandi.

Aðgangur er ókeypis og einnig býðst gestum ljóðadagskrárinnar að skoða safnið endurgjaldslaust fyrir viðburðinn.

Listvinafélag Hallgrímskirkju
Listrænn stjórnandi Listvinafélags Hallgrímskirkju frá upphafi er Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju.

Framkvæmdastjóri félagsins er Inga Rós Ingólfsdóttir.

Stjórn Listvinafélags Hallgrímskirkju skipa að auki:

Rósa Gísladóttir, myndlistarmaður, formaður
Alexandra Kjeld, verkfræðingur og tónlistarmaður
Auður Perla Svansdóttir, formaður Mótettukórs Hallgrímskirkju
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, sagnfræðingur
Sigurður Sævarsson, tónskáld

Varamenn:
Ágúst Ingi Ágústsson, læknir og organisti
Benedikt Ingólfsson söngvari, fulltrúi Schola cantorum.

hsh


  • List og kirkja

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Í Akraneskirkju - mynd: hsh

Auglýst eftir presti

12. maí 2021
Garða- og Saurbæjarprestakall
Hjálparstarf kirkjunnar rekur Skjólið

Starfið gengur vel

11. maí 2021
...konurnar ánægðar í Skjólinu
Hafnarfjarðarkirkja í gær: Frá vinstri: sr. Jón Helgi Þórarinsson, sr. Hans Guðberg Alfreðsson og sr. Jónína Ólafsdóttir - mynd: hsh

Innsetning

09. maí 2021
...hvað er nú það?