Hólahátíð er engri lík

20. júlí 2021

Hólahátíð er engri lík

Hóladómkirkja - heima á Hólum er biskupssetur - mynd: hsh

Kirkjuhátíðir hafa fyrir löngu unnið sér rótgróinn sess sem menningar- og landshlutaviðburðir sem eru reknar áfram af metnaði, dugnaði og framsýni. Sumarhátíðir þær sem haldnar eru í Skálholti, Hólum í Hjaltadal og Reykholti sýna að mikill kraftur býr í kirkjufólkinu sem stendur að þeim. Hátíðirnar endurnýja með ferskum hætti tengsl kirkju og fólksins í landinu, kirkju og listar, kirkju og lands, svo að enginn efast um eðlilega samfylgd kirkju og þjóðar nú sem fyrr. Þessar hátíðir draga til sín fjölda fólks og lyfta upp sögu staðanna og menningu sem hefur verið þeim tengd frá upphafi. Þær flytja menningu, sögu og gleðja alla.

Það er ekki seinna vænna að taka frá daga til að njóta Hólahátíðar en hún er engri lík.

Hólahátíð var felld niður í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en nú verður hún haldin 14. -15. ágúst.

Dagskrá Hólahátíðar er jafnan vönduð og metnaðarfull og er hátíðin ætíð vel sótt.

Svona lítur dagskráin út og næsta öruggt að allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Laugardagurinn 14. ágúst

Pílagrímaganga eftir Hallgrímsveginum frá Gröf á Höfðaströnd heim að Hólum með sr. Elínborgu Sturludóttur og sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Lagt af stað frá Grafarkirkju kl. 9.00 og komið heim að Hólum um kl. 16.00.

Ganga á Hólabyrðu með Unu Þóreyju Sigurðardóttur og sr. Þorgrími Daníelssyni. Lagt af stað frá Hólum kl. 9.00. Komið niður um kl. 16.00.

Ganga í Gvendarskál með dr. Erlu Björk Örnólfsdóttur. Lagt af stað frá Hólum kl. 13.00. Komið niður fyrir kl. 16.00. Kl. 16.00 Endurnýjun skírnarinnar og altarisganga í Hóladómkirkju.

Kl. 17.00: Málþing í Háskólanum á Hólum.
Áhrif mennta- og menningarsetra í dreifbýli - sjálfbærni og tengsl við samfélagið.
Erindi flytja: Ari Kristinn Jónsson, Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.
Á meðan á málþinginu stendur verður ratleikur um Hólastað fyrir unga sem aldna.

Kl. 19.00: Kvöldverður í boði Hólanefndar fyrir ráðstefnugesti. Matur úr héraði. Réttir Food festival.

Sunnudagurinn 15. ágúst

Kl. 11.00: Tónleikar í Hóladómkirkju. Þórunn Vala Valdimarsdóttir, sópran, og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, syngja, Glóa Margrét Valdimarsdóttir leikur á fiðlu, Júlía Mogensen leikur á selló og Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á sembal.

Kl. 14.00: Hátíðarmessa í Hóladómkirkju. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir, sóknarprestur Hofsós- og Hólaprestakalls, predikar og þjónar fyrir altari ásamt vígslubiskupi, sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur. Organisti Jóhann Bjarnason. Kirkjukór Hóladómkirkju syngur. Tónlist: Þórunn Vala Valdimarsdóttir, sópran, og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, syngja, Gróa Margrét Valdimarsdóttir leikur á fiðlu, Júlía Mogensen leikur á selló og Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á sembal.

Veislukaffi á Kaffi Hólar.

Kl. 16.00: Hátíðarsamkoma í Hóladómkirkju.
Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup, flytur ávarp.
Sr. Elínborg Sturludóttir segir frá pílagrímagöngum.

Hólaræðuna flytur Hólmfríður Sveinsdóttir, frumkvöðull.

Tónlist: Þórunn Vala Valdimarsdóttir sópran, Hildigunnur Einarsdóttir, mezzosópran, Gróa Margrét Valdimarsdóttir, fiðluleikari, Júlía Mogensen, sellóleikari, og Lára Bryndís Eggertsdóttir, semballeikari.

hsh





Myndir með frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Frétt

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta