Fundi framhaldskirkjuþings frestað

28. ágúst 2021

Fundi framhaldskirkjuþings frestað

Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, í ræðustól. Hún er fyrsti varaforseti kirkjuþings og formaður sóknarnefndar Grafarvogssóknar sem er fjölmennasta sókn landsins - mynd: hsh

Framhaldsfundi kirkjuþings 2021 sem hófst í gærmorgun var frestað skömmu eftir kvöldmatarleytið í gær. Þingið mun svo koma aftur saman í september og halda áfram störfum.

Kirkjuþings 2021 hefur dregist ögn og þurft að funda með hléum og er þar meðal annars um að kenna kórónuveirufaraldrinum. 

Síðan er stefnt að því að reglulegt kirkjuþing komi saman 23. október n.k. 

Þessi mál voru afgreidd á þinginu í gær:

6. mál - flutt af forsætisnefnd:
Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun launa og annarra starfskjara

biskups Íslands og vígslubiskupa

Nefndarálit um 6. mál. Samþykkt. 

7. mál - flutt af forsætisnefnd:
Tillaga til þingsályktunar um stjórnskipan kirkjustjórnarinnar
Samþykkt að allar nefndir þingsins ynnu að málinu fram að næsta fundi í september. 

8. mál - flutt af forsætisnefnd:
Tillaga til til þingsályktunar um gjaldskrá um greiðslur fyrir prestsþjónustu þjóðkirkjunnar

Nefndarálit um 8. mál. Samþykkt. 

Miklar umræður fóru fram um mál nr. 7. Það verður rætt í öllum þingnefndum milli funda og tekið aftur fyrir á framhaldsfundi kirkjuþings í fjórðu viku septembermánaðar eða svo.

Samráðsgátt er opin um málin. 

Streymt var frá þinginu. Hér má hlýða á upptökur.

Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir og skrifstofustjóri þingsins er Ragnhildur Benediktsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir sá um skjalamál á þinginu. Jóna Finnsdóttir var ritari þingsins. Tæknimálin voru í höndum Hermanns Björns Erlingssonar.  

hsh


Þingið fór fram í sal sem heitir Hvammur


Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, skipulagsráðgjafi, hélt utan um stýrihóp stefnumótunar og svaraði fyrirspurnum á þinginu í tengslum við mál nr. 7