Loftslagsráðstefnan

8. nóvember 2021

Loftslagsráðstefnan

Sköpunarverkið er ekki tl sölu! Mótmælaganga í Glasgow - fulltrúar Lútherska heimssambandsins - mynd: LFW

Óvenju margir fulltrúar frá Lútherska heimssambandinu sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow um þessar mundir. Þau eru alls 32 og koma frá ýmsum kirkjum sambandsins, sextán konur og sextán karlmenn, frá 25 löndum og 28 aðildarkirkjum. Langflestir fulltrúanna sækja ráðstefnuna í gegnum fjarfundabúnað og hófst hún á siðbótardaginn 31. október og lýkur 13. nóvember. Öll fundahöld samkirkjulegra hópa og trúarbragðahópa fara meira og minna fram í streymi. Fulltrúar Norðurlandanna koma frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi – einn frá hverju landi.

Lútherska heimssambandið hefur ætíð leitast við að tefla fram ungu fólki í umræðunni um umhverfis- og loftslagsmál. Unga fólkið sem valdist til setu á ráðstefnunni er að sögn einstaklega vel að sér í umhverfismálum og kappsamt. Því er mikið i mun að vernda náttúru og umhverfi og ræða málin út frá guðfræðilegum sjónarmiðum. Fjöldi undirbúningsfunda hefur verið haldinn og fulltrúarnir rýnt í umverfissamninga og sáttmála og ekki síst Parísarsamkomulagið. Nú sem aldrei fyrr er krafist athafna í stað orða.

Eitt aðalstefnumið Lútherska heimssambandsins er að vekja athygli á stöðu mála á suðurhveli jarðar. Einnig hefur verið dregið fram hið gífurlega óréttlæti sem loftslagsbreytingar hafa þegar valdið í heiminum og hve mörg svæði eru viðkvæm fyrir þeim. Fulltrúar Lútherska heimssambandsins sem koma hvaðanæva úr heiminum hafa vitnað um þetta. Áhrifin hríslast svo með ýmsum hætti í gegnum samfélagið og birtingarmyndir þess eru mannréttindabrot og ofbeldismál tengd kynjamisrétti sem og efnahag. Lútherska heimssambandið hefur gert sér far um að standa við hlið þeirra hópa sem verða hvað mest fyrir barðinu á afleiðingum loftslagsbreytinga í heiminum.

Kröfur um viðbrögð og aðgerðir sem settar eru fram hafa verið ræddar í þaula og ættu ekki að koma á óvart. Þær eru meðal annars fólgnar í því að settar verði reglur og lög sem munu takmarka hlýnun jarðar um 1.5 gráðu á Celsíus. Fólki sem býr á þeim stöðum í heiminum þar sem afleiðingar hlýnunar jarðar sjást gleggst merki verði komið til hjálpar með ýmsu móti. Krafist er orkuskipta, hætt verði að nota jarðefnaeldsneyti og farnar verði vistvænar leiðir - grænar lausnir nýttar til hins ítrasta. Gripið verði tafarlaust til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir ofbeldi og óréttlæti sem fólk, karlar, konur og börn, verður fyrir vegna loftslagsvárinnar.

Þjóðkirkjan og umhverfismálin:

Græn kirkja/Grænn söfnuður
Handbók um umhverfismál
Umhverfisstefna þjóðkirkjunnar

Samþykktir kirkjuþings:

Lýsa ber yfir viðbragðsástandi í loftslagsmálum
Orkuskipti í samgöngumálum á vegum starfsfólks kirkjunar
Umhirða jarða þjóðkirkjunnar

lwf/hsh


  • Fundur

  • Menning

  • Ráðstefna

  • Samfélag

  • Trúin

  • Umhverfismál

  • Umhverfismál og kirkja

  • Viðburður

  • Erlend frétt

Prestar og djáknar 2024

Presta- og djáknastefnan var sett í gær

17. apr. 2024
...í Stykkishólmi
Garðakirkja á Álftanesi - mynd: hsh

Þau sóttu um

17. apr. 2024
...Garðaprestakall
Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar