Kirkjuþing

19. nóvember 2021

Kirkjuþing

Fjárhagsnefnd kirkjuþings - hún hefur staðið í ströngu við að skera niður í rekstri þjóðkirkjunnar á þriðja hundruð milljóna til að ná jafnvægi í honum - frá vinstri: Jóna Finnsdóttir, ritari nefndarinnar, Hermann Ragnar Jónsson, sr. Gísli Jónasson, formaður, Einar Már Sigurðarson (á skjánum), Svana Helen Björnsdóttir, sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Hreinn S. Hákonarson. Á myndina vantar sr. Gísla Gunnarsson og Þorkel Heiðarsson. - Mynd: Drífa Hjartardóttir

Mánudaginn 22. nóvember verður 6. fundur kirkjuþings settur kl. 9.00 á Grand hotel Reykjavík. Þingið verður haldið í fundarsal hótelsins sem heitir Háteigur og stendur yfir í tvo daga.

Kirkjuþingsmenn geta líka fundað í gegnum fjarfundabúnað ef þeir æskja þess.

Á fundi kirkjuþings í október var kjörin framkvæmdanefnd kirkjuþings. Anna Guðrún Sigurvinsdóttir er formaður hennar og með henni í nefndinni eru þeir dr. Skúli Sigurður Ólafsson og Einar Már Sigurðarson. Varamenn eru þau sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, Árný Herbertsdóttir og Hermann Ragnar Jónsson.

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún ráði framkvæmdastjóra rekstrarskrifstofu kirkjunnar og setji honum starfslýsingu. Meðan ráðningarbann stendur yfir er ljóst að einhver bið verður á því.

Streymt verður frá fundinum og finna má slóðina á kirkjan.is undir streymi frá kirkjuþingi.  

Forseti kirkjuþings er Drífa Hjartardóttir en skrifstofustjóri þess er Ragnhildur Benediktsdóttir.

Uppfærð málaskrá 20. nóvember. 

Kirkjuþing 2021-2022.
Haldið á Grandhóteli 22. og 23. nóvember 2021.
Dagskrá og þingmál.

Mánudagur 22. nóvember.

Kl. 9:00 6. fundur kirkjuþings settur.
Kl. 10:30 Kaffihlé.
Kl. 10:45 6. fundi framhaldið.
Kl. 12:00 Hádegismatur.
Kl. 13:00 Kynning – Staða stefnumótunar Þjóðkirkjunnar og framhald. Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson.
Kl. 13:45 6. fundi framhaldið. Kl. 15:30 Kaffihlé. Kl. 15:50 6. fundi framhaldið.
Kl. 18:00 6. fundi slitið og nefndarstörf.
Kl. 19:00 Kvöldmatur.
Kl. 20:00 Nefndarstörf.

Þriðjudagur 23. nóvember.

Kl. 9:00 7. fundur kirkjuþings settur.
Kl. 10:30 Kaffihlé.
Kl. 10:45 7. fundi framhaldið.
Kl. 12:00 Hádegismatur.
Kl. 13:00 7. fundi framhaldið.
Kl. 15:30 Kaffihlé.
Kl. 15:50 7. fundi framhaldið.
Kl. 16:50 Kosningar í nefndir/starfshópa.
Kl. 17:00 7. fundi slitið og kirkjuþingi frestað.

Mál á kirkjuþingi 22.-23. nóvember 2021

Síðari umræða

2. mál. Skýrsla um fjármál kirkjunnar.
6. mál. Tillaga til þingsályktunar um frekari vinnu vegna stefnumótunar í samskipta, ímyndar- og kynningarmálum þjóðkirkjunnar.
8. mál. Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings.
10. mál. Tillaga að starfsreglum um kirkjuþing.
11. mál. Tillaga að starfsreglum um þingsköp kirkjuþings.
15. mál. Tillaga til þingsályktunar um sölu fasteigna.
22. mál. Tillaga til þingsályktunar um stofnun starfshóps til að skilgreina þörf fyrir presta og djákna vegna vígðrar grunnþjónustu.
31. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kjör til kirkjuþings nr. 1075/2017, með síðari breytingum.

Fyrri umræða.

27. mál. Tillaga að starfsreglum um íslensku þjóðkirkjuna erlendis.
28. mál. Tillaga til þingsályktunar um stuðning þjóðkirkjunnar við safnaðarstarf erlendis.
30. mál Tillaga að starfsreglum um breyting á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum.
35. mál. Tillaga til þingsályktunar um Vímuvarnarstefnu Þjóðkirkjunnar.
38. mál. Tillaga að starfsreglum um rekstrarskrifstofu Þjóðkirkjunnar.
40. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins nr. nr. 952/2009, með síðari breytingum.
41. mál. Tillaga að starfsreglum um áframhaldandi gildi starfsreglna Þjóðkirkjunnar.
42. mál. Tillaga að starfsreglum um kirkjuþing unga fólksins.
43. mál. Tillaga að starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir.
44. mál. Tillaga að starfsreglum um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa.
45. mál. Tillaga til þingsályktunar um Jafnréttisstefnu Þjóðkirkjunnar.
46. mál. Tillaga til þingsályktunar um Jafnlaunastefnu Þjóðkirkjunnar.

 

Sjá málaskrá kirkjuþings. 

hsh

 


  • Samfélag

  • Samstarf

  • Þing

  • Viðburður

  • Frétt

  • Kirkjuþing

Leuenberg-samkomulagið verður undirritað í einni af höfuðkirkju landsins, Hallgrímskirkju - mynd: hsh

Söguleg athöfn

27. nóv. 2021
...undirritun samkomulags
Hallgrímskirkja í Saurbæ - starfsmenn Oitdmanns að lokinni vinnu - mynd: Kristján Valur Ingólfsson

Ljósið kemur langt og mjótt

26. nóv. 2021
...steindir gluggar Gerðar Helgadóttur
Góðar bækur og grípandi - mynd: hsh

Litlar bækur en efnismiklar

25. nóv. 2021
...smátt er fagurt