Auglýst eftir organista

5. janúar 2022

Auglýst eftir organista

Egilsstaðakirkja -mynd: hsh

Kirkja og tónlist hafa ætíð haldist í hendur og notið stuðnings hvors annars. Kórastarf kirknanna er öflugt safnaðarstarf og að því kemur fjöldi fólks sem hefur mikla ánægju af því.

Organistar gegna mikilvægu starfi í kirkjunum þegar kemur að tónlistinni. Þess vegna er hver kirkja heppin þegar hún krækir í góðan organista.

Nú er auglýst eftir organista og kórstjórnanda við Egilsstaða-, Þingmúla- og Vallanessóknir, í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi.

Fráfarandi organisti er Torvald Gjerde. „Hann lýkur reyndar ekki störfum hér fyrr en í júlí en við vildum auglýsa tímanlega,“ segir sr. Þorgeir Arason, sóknaprestur.

„Sóknarnefndir í Egilsstaða-, Þingmúla- og Vallanessóknum auglýsa laust til umsóknar starf organista við sóknirnar frá og með 1. ágúst 2022. Um er að ræða 100% starf, þ.e. 85% starfshlutfall við Egilsstaðasókn og 15% við Þingmúla- og Vallanessóknir.

Organisti hefur umsjón með hljóðfæraleik við athafnir í sóknunum og stýrir blómlegu kórastarfi á svæðinu. Tónlist skipar stóran sess við allt helgihald og kirkjustarf í sóknunum. Við kirkjurnar þrjár starfa nú tveir kirkjukórar, barnakór og kammerkór. Áhersla er lögð á að hlúa að og efla kórastarfið. Sóknirnar þrjár tilheyra Egilsstaðaprestakalli og mun organisti starfa náið með prestum, sóknarnefndum og meðhjálpurum ásamt sjálfboðaliðum í kirkjustarfinu.

Ábyrgðarsvið:
• Stýra tónlistarstarfi safnaðanna í samráði við presta, sóknarnefndir og annað starfsfólk
• Hljóðfæraleikur við athafnir, helgihald og annað kirkjustarf
• Stjórn kórastarfs við sóknirnar
• Umsjón með hljóðfærum í eigu safnaðanna

Hæfnikröfur:
• Kirkjutónlistarmenntun frá Tónskóla þjóðkirkjunnar eða sambærilegt nám
• Reynsla af flutningi tónlistar við helgihald
• Metnaður og áhugi fyrir öflugu kórastarfi
• Listfengi og hugmyndaauðgi
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að starfa sjálfstætt

Launakjör eru samkvæmt samningum Félags íslenskra organista (FÍO) og þjóðkirkjunnar.

Umsóknarfrestur um starfið er til 15. febrúar 2022 og með umsóknum skulu fylgja afrit af prófskírteinum og ferilskrá. Umsókninni skal fylgja stutt greinargerð um framtíðarsýn og væntingar og samþykki um öflun upplýsinga úr sakaskrá. Umsóknum skal skilað á netfangið: egilsstadakirkja@gmail.com.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Arason, sóknarprestur, í s. 847 9289 og á thorgeir.arason@kirkjan.is.“
hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Auglýsing

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta