Fjögur störf laus

11. janúar 2022

Fjögur störf laus

Merki (innsigli) biskupsembættisins - sr. Karl Sigurbjörnsson teiknaði - mynd: hsh

Það telst vera óvenjulegt um þessar mundir að auglýst eru fjögur störf presta laus, þar af þrjú sóknarprestsstörf og eitt prestsstarf. Skýringin er sú að um tíma hefur verið í gildi ráðningarbann hjá Þjóðkirkjunni og rann það út 1. janúar s.l.

Nú hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, auglýst eftir prestum í þessi fjögur störf og er umsóknarfrestur um þau til miðnættis 24. janúar n.k.

Um störfin má lesa nánar á heimasíðu kirkjunnar. Sækja ber rafrænt um störfin á vef kirkjunnar  og leggja fram tilskilin gögn í rafrænu formi.

Vísað er til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.

Einnig er vakin athygli á því að hafi umsækjandi ekki óskað nafnleyndar verður nafn hans sem umsækjanda um starfið birt á vef kirkjunnar, www.kirkjan.is, að liðnum umsóknarfresti.

Störfin eru:

Prestur í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi
Þrír prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og tveir prestar.
Íbúafjöldi prestakallsins er 4594, þar af eru 3475 í þjóðkirkjunni.
Sóknirnar eru 14, hver með sína sóknarkirkju.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Víkurprestakall, Suðurprófastsdæmi
Í Víkurprestakalli eru sex sóknir. Víkursókn er með flesta íbúa 563, Reynissókn með 72 íbúa, Skeiðflatarsókn með 129, Ásólfsskálasókn 84, Eyvindarhólasókn 141 og Stóra-Dalssókn með 73 íbúa.
Samtals eru íbúar 1.062, þar af 513 sem tilheyra þjóðkirkjunni.
Í prestakallinu eru átta guðshús. Auk sóknarkirknanna sem eru Víkurkirkja, Reyniskirkja, Skeiðflatarkirkja, Ásólfsskálakirkja, Eyvindarhólakirkja og Stóra-Dalskirkja eru Skógarkirkja á Skógum og Sólheimakapella.
Prestsbústaður er í Vík og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Skálholtsprestakall, Suðurprófastsdæmi 
Í Skálholtsprestakall er á samstarfssvæði með Hrunaprestakalli. Það samanstendur af átta sóknum þar sem eru 12 kirkjur.
Prestakallinu fylgir vaktsími sem er fyrir HSU á Selfossi, lögreglu og aðra viðbragðsaðila vegna bráðaútkalla, vitjana, slysa og andláta á svæði gömlu Árnessýslu.
Prestsbústaður er í Skálholti og þar er starfsaðstaða sóknarprestsins. Sóknarnefnd telur nauðsynlegt að prestur hafi fast aðsetur í Skálholti og er æskilegt að starfsaðstaða hans verði í Gestastofu Skálholts.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 
Þingeyraklaustursprestkall samanstendur af fimm sóknum, Auðkúlusókn, Blönduóssókn, Svínavatnssókn, Undirfellssókn og Þingeyrasókn.
Íbúafjöldi í prestakallinu er um 1350, þar af eru 916 16 ára og eldri í þjóðkirkjunni, börn yngri en 16 ára eru 248.
Prestarnir í Húnavatnssýslu skipta með sér vaktsíma utan hefðbundins vinnutíma, viku í senn.
Þingeyraklaustursprestakall og Skagastrandarprestakall eru samstarfssvæði.
Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

 

hsh

 

 


  • Frétt

  • Samfélag

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta
Bænagangan 3.jpg - mynd

Bænagangan 2024

23. apr. 2024
...á sumardaginn fyrsta