Sr. Kristín Þórunn ráðin

16. febrúar 2022

Sr. Kristín Þórunn ráðin

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir - mynd: Árni Svanur Daníelsson

Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi, og rann umsóknarfrestur út hinn 24. janúar s.l.

Valnefnd kaus sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur., til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hennar.

Nýi presturinn
Nýi presturinn sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir er prestsdóttir, fædd í Neskaupstað árið 1970. Hún lagði stund á guðfræði- og trúarbragðafræðinám á Íslandi, í Svíþjóð og í Bandaríkjunum. Hún hefur starfað sem prestur frá því 1998 við fjölbreyttar aðstæður í dreifbýli og þéttbýli. Hún hefur alla tíð verið virk í samkirkjulegu starfi og komið að vinnu við þróun og mótun helgihalds og sálmavinnu. Síðustu ár hefur hún verið búsett í Genf, Sviss, með fjölskyldu sinni þar sem eiginmaður hennar, sr. Árni Svanur Daníelsson leiðir samskiptastarf Lútherska heimssambandsins. Þar hefur hún starfað með lútherskum og anglikönskum söfnuðum í prestsþjónustu og öðrum hlutverkum.
Prestur í Egilsstaðaprestakalli, Austurlandsprófastsdæmi
Nýi presturinn Þrír prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og tveir prestar. Íbúafjöldi prestakallsins er 4594, þar af eru 3475 í þjóðkirkjunni. Sóknirnar eru 14, hver með sína sóknarkirkju. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

hsh

  • Safnaðarstarf

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Starf

  • Frétt

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut