Sr. Pétur ráðinn

5. maí 2022

Sr. Pétur ráðinn

Sr. Pétur Ragnhildarson, prestur í Fella- og Hólakirkju

Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Breiðholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, og rann umsóknarfrestur út hinn 13. apríl s.l. Miðað var við að viðkomandi gæti hafið störf 1. ágúst 2022.

Valnefnd kaus sr. Pétur Ragnhildarson til starfans og hefur biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, staðfest ráðningu hans.

Presturinn
Sr. Pétur er fæddur 1993 og útskrifaðist með embættispróf í guðfræði árið 2019. Auk þess hefur hann lokið MA-prófi í guðfræði, Diplómanámi í sálgæslu og námskeiði í sáttamiðlun. Sr. Pétur á að baki langan feril í barna- og unglingastarfi sem æskulýðsfulltrúi í kirkjum, yfirmaður í frístundastarfi í grunnskóla, forstöðumaður í sumarbúðum og fleira. Hann hefur m.a. starfað í tíu ár að æskulýðsmálum í Fella- og Hólakirkju og haldið utan um fermingarnámskeið í Skálholti undanfarin ár. Hann vígðist 1. mars 2020 sem prestur og æskulýðsfulltrúi við Fella- og Hólakirkju og Guðríðarkirkju. Sr. Pétur á sæti í fulltrúaráði Hjálparstarfs kirkjunnar og í jafnréttisnefnd þjóðkirkjunnar.

Breiðholtsprestakall
Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknir, Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld. Sóknirnar eru tvær, hvor með sína sóknarkirkju. Tveir prestar hafa aðstöðu í Fella- og Hólakirkju og einn í Breiðholtskirkju. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh

  • Kirkjustarf

  • Samfélag

  • Starf

  • Frétt

Að sjálfsögðu var farið í kapelluna í Vatnaskógi, frá vinstri: sr. Magnús Björn og Ársæll - mynd: Vigdís V. Pálsdóttir

Safnaðarferðir

16. maí 2022
...nú er tíminn
Frá vinstri: Sigurbjörn Þorkelsson og Jóhann Helgason - mynd: hsh

Lifi lífið!

15. maí 2022
...nýr geisladiskur
Blessunarguðsþjónustan í Vídalínskirkju - börnin blessuð af prestum og djákna - mynd: Vídalínskirkja

Nýjung í Garðasókn

14. maí 2022
...blessunarguðsþjónusta