Þau sóttu um

13. júní 2022

Þau sóttu um

Seljakirkja í Breiðholti - mynd: hsh

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru eftir presti til þjónustu í Seljaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 7. júní.

Í auglýsingunni kom fram að miðað væri við að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu lægi fyrir.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem fer yfir allar umsóknir og boðar umsækjendur til viðtals innan þriggja vikna frá lokum umsóknarfrests, sbr. 8 gr. starfsreglna um ráðningu í prestsstörf.

Alls sóttu tólf um og þrír umsækjendur óskuðu nafnleyndar:

Sr. Bryndís Svavarsdóttir
Daníel Ágúst Gautason, djákni og mag. theol.
Helga Bragadóttir, mag. theol.
Hilmir Kolbeins, mag. theol.
Kristján Ágúst Kjartansson, mag. theol.
Laufey Brá Jónsdóttir, mag. theol.
Sr. Páll Ágúst Ólafsson
Sr. Sigurður Már Hannesson
Stefanía Bergsdóttir, mag. theol.

Seljaprestakall
Prestakallið var stofnað hinn 15. júní 1980 og nær yfir þær götur sem enda á -sel og -skógar í Breiðholti. Tveir prestar þjóna prestakallinu, sóknarprestur og prestur sem báðir hafa aðsetur í Seljakirkju. Íbúafjöldi prestakallsins er 8867, þar af eru 4935 í Þjóðkirkjunni. Lögð er sérstök áhersla á að hlutverk nýs prests er m.a. að viðhalda og styrkja barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu í samstarfi við æskulýðsstarfsmenn og leita nýrra leiða til að efla kirkjustarfið. Starfinu fylgja viðbótarskyldur við önnur prestaköll í prófastsdæminu, önnur prófastsdæmi, sem og við Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu og önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Í Seljasókn fer fram fjölbreytt helgihald og lifandi safnaðarstarf. Þar ber helst að nefna barnaguðsþjónustur á hverjum sunnudegi yfir vetrarmánuðina og guðsþjónustur hvern helgan dag árið um kring. Skipulagt starf fyrir 6-12 ára börn sem og unglingastarf, bænastundir, eldri borgarastarf, kvenfélag og kórastarf. Í prestakallinu eru tvö hjúkrunarheimili, Seljahlíð og Skógarbær. Þar sinna prestarnir reglulegu helgihaldi og sálgæslu auk þess sem þeir annast vikulegar helgistundir í félagsstarfi eldri borgara í Árskógum.

Við Seljakirkju eru starfandi kirkjuvörður og organisti í fullu starfi auk presta. Þá eru nokkrir starfsmenn í hlutastörfum við barna- og æskulýðsstarf. Auk þessa koma margir sjálfboðaliðar að starfi kirkjunnar.

Í Seljasókn eru tveir grunnskólar, Seljaskóli og Ölduselsskóli og fjórir leikskólar.

Báðir prestar prestakallsins þjóna prestakallinu í heild sinni, sinna öllum almennum prestsverkum og skipta verkefnum á milli sín eftir nánara skipulagi. Prestarnir eru í miklu samstarfi og starfið er mjög fjölbreytt. Ráðið er í stöðu prests sem mun hafa skrifstofuaðstöðu í Seljakirkju og bera sérstaka ábyrgð á barna– og æskulýðsstarfi í prestakallinu í samráði við sóknarprest, starfsmenn og sóknarnefnd.
Fyrirvari
Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall. Ofangreind þjónusta var auglýst laus til umsóknar með þeim fyrirvara að vera mætti að biskupafundur legði tillögur fyrir kirkjuþing sem kynnu að leiða til breytinga á skipan prestakalla, hlytu þær samþykki kirkjuþings.

hsh


  • Frétt

  • Kirkjustarf

  • Samstarf

  • Umsókn

  • Biskup

Mótmælendur límdu sig við ramma myndarinnar - mynd: The Daily Telegraph

Erlend frétt: Hver er Júdas?

06. júl. 2022
...trú og umhverfismál
Sveinbjörn Blöndal í góðum félagsskap herra Guðbrands Þorlákssonar og fleiri andans kappa- mynd: hsh

Viðtalið: Menningarlegt þrekvirki

05. júl. 2022
...um Guðbrandsbiblíu og fleira
Hallgrímskirkja í gær - Bente Colding-Jørgensen stjórnar nokkrum félögum úr Nordisk Koncertkor Nuuk - mynd: hsh

Kirkjulegt menningarstarf

04. júl. 2022
...kór frá Nuuk og upphafstónleikar Orgelsumarsins