Skref til sátta

23. júní 2022

Skref til sátta

Samvinnuverkefni Samtakanna ´78 og þjóðkirkjunnar - (skjáskot: hsh)

Fyrir rétt tveimur árum var boðað til kynningarfundar af hálfu þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 um samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref. Markmiðið var að skoða sögur af misrétti gagnvart hinsegin fólki í kirkjunni og spyrja hvað mætti læra af þeim og hvernig gera ætti þessa sögu upp. Stofnuð var sérstök sögusíða þar sem fólk gat deilt reynslu sinni. Þetta verkefni hafa Samtökin ´78 leitt síðustu tvö ár. Kórónuveirufaraldurinn tafði framgang þess að nokkru leyti. 

Tímamót
Næstkomandi laugardag, 25. júní, verður heimasíða verkefnisins formlega opnuð. Þar verða aðgengileg brot úr nokkrum þeirra frásagna sem safnað hefur verið síðustu tvö ár. Frásagnirnar eru af ýmsum toga en eiga það sameiginlegt að vera vitnisburður um þá ómenningu fordóma og mirétti sem viðgengust of lengi innan kirkjunnar. Með því að draga persónulega reynslu hinsegin fólks fram í dagsljósið stígur kirkjan eitt skref í átt til sátta.

Viðburðurinn verður haldin í Skálholti og hefst með messu kl. 13. 00 þar sem framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, Daníel E. Arnarsson, prédikar. Þá sér Hinsegin kórinn um tónlistarflutning í messunni. Fyrir altari þjóna sr. Dagur Fannar Magnússon, sr. Hildur Björk Hörpudóttir, og með þeim sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, og sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti. 

Fundur hefst síðan kl. 14.00 í ráðstefnusal Skálholtsskóla.

Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti stýrir fundi.

Dagskráin
● Stutt ávarp frá Álfi Birki Bjarnasyni, formanni Samtakanna ´78
● Stutt ávarp frá sr. Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands
● Kynning á verkefninu og heimasíðan ræst. Þá verður hlustað á eina sögu
● Ragnhildur Sverrisdóttir
● sr. Hildur Björk Hörpudóttir
● Guðlaugur Kristmundsson
● Umræður.

Viðburðurinn er opinn og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Kirkjan.is verður á staðnum og mun greinar nánar frá fundinum um helgina.

hsh
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Biskup

  • Fréttin er uppfærð

Sveinbjörn Blöndal í góðum félagsskap herra Guðbrands Þorlákssonar og fleiri andans kappa- mynd: hsh

Viðtalið: Menningarlegt þrekvirki

05. júl. 2022
...um Guðbrandsbiblíu og fleira
Hallgrímskirkja í gær - Bente Colding-Jørgensen stjórnar nokkrum félögum úr Nordisk Koncertkor Nuuk - mynd: hsh

Kirkjulegt menningarstarf

04. júl. 2022
...kór frá Nuuk og upphafstónleikar Orgelsumarsins
Dr. Guðmundur Björn við doktorsvörnina í Brussel - mynd: Haraldur Hreinsson

Doktor í Brussel

04. júl. 2022
...guðfræðingur og heimspekingur ver doktorsritgerð